Suðrænn hamborgari

 

 

 

 

handa fjórum

4 hamborgarar úr eðal nautahakki
4 sneiðar Conga Mahón ostur (fæst m.a. í verslunum Hagkaups, Nóatúns, Melabúðinni og Fjarðarkaupum)
1 krús Saclà Chargrilled capsicum (grilluð paprika í olíu)
4 salatblöð
salt og pipar
majónes
4 hamborgarabrauð (með sesamfræjum ef mögulegt)

 

Kryddið hamborgarana og grillið á grilli eða grillpönnu á báðum hliðum þar til ákjósanlegri steikingu er náð. Leggið ostsneiðar ofan á síðustu mínútuna. Síið olíu fra grilluðu paprikunni og leggið til hliðar. Skerið hamborgarabrauðin í tvennt eftir endilöngu og leggið þvegin og þerruð salatblöð á neðra brauð. Komið hamborgaranum fyrir ofan á og raðið grilluðum Saclà paprikustrimlunum ofan á. Smyrjið majónesi (eða annarri sósu að vild) á efra brauðið og leggið það ofan á borgarann. Bítið í og njótið!
Ef vill má bera ofnbakaða kartöflubáta fram með eða franskar kartöflur

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Girnilegur hammari hjá þér, ég læt mig hafa það að smella þessum á grillið hjá mér í vikunni.

Karl Jóhann Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 02:41

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Unaðslegt! Búin að prufa þennan ost og hann er verulega sérstakur og góður. Takk fyrir þetta.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.3.2009 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband