Færsluflokkur: Bloggar

Móðir Ragnheiðar fór holu í höggi í Peking

mynd Sigríður kampakát með kylfumey sinni.

Sigríður Anna Guðjónsdóttir úr GO, móðir Ragnheiðar Ragnarsdóttur sundkonu sem keppti á Ólympíuleikunum, skellti sér í golf í Peking í gær. Hún gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi.

Sigríður náði draumahögginu á 12. holu vallarins og notaði 7 járn en holan er 130 yarda af rauðum teig, par-3. Höggið var þráðbeint og lenti á flötinni fyrir framan holuna og rann boltinn beint á stöngina og ofaní.

Allt varð vitlaust í klúbbhúsinu á eftir hringinn en Kínverjar gera mikið úr þessu. Sigríður Anna var leyst út með gjöfum og fer á heimasíðu klúbbsins sem "Hole-in-One Member".

Með í hollinu var eiginmaðurinn Ragnar Marteinsson GO og Gauti Grétarsson NK ásamt þremur frábærum kylfumeyjum sem dönsuðu og hoppuðu af gleði yfir þessu.


Harrington í 3. sæti heimslistans

Padraig Harrington, sem sigraði á PGA-Meistaramótinu í gær, er  nú  í þriðja sæti heimslistans, aðeins 2,02 stigum á eftir Phil Mickelson, sem er í öðru sæti. Tiger Woods er sem fyrr langefstur.  Írinn lék síðustu níu holurnar í gær á 32 höggum og tryggði sér sætan sigur á öðru risamótinu í röð og varð fyrsti Evrópubúinn til að vinna PGA-Meistaramótið síðan Skotinn Tommy Armour vann 1930. Hann var einnig fyrsti kylfingurinn til að vinna bæði Opna breska og PGA-meistaramótið á sama ári síðan Tiger Woods gerði það fyrir tveimur árum. Sergio Garcia, sem deildi öðru sæti með Ben Curtis í gær, fór upp í 4. sæti heimslistans og Curtis fór úr upp um 40 sæti á heimslistanum og er nú í 37. sæti.

 

Mynd: Harrington lyftir hér bikarnum eftir sigurinn á PGA-Meistaramótinu 


Pönnusteiktur lax með sítrus- og engifersósu

 

 

 

 

 

 

Undirbúnings og eldunartími: 45 mín
Fyrir 4

 

4 stk 200g bitar úr beinhreinsuðum, roðdregnum laxaflökum
hveiti
olía til steikingar
salt og pipar

 

Sósa:
½ laukur, fínt saxaður
1 tsk fínt saxaður engifer
safi úr 1 sítrónum
safi úr 2 greipaldin
safi úr 2 appelsínum
3 dl rjómi
100g smjör
salt og pipar

 

Matreiðsla
Veltið laxabitunum upp úr hveitinu, hristið hveitið af og brúnið í olíunni á öllum hliðum, stráið salti og pipar, setjið á fat í ofn til að klára eldun.

 

Sósa
Steikið laukinn og engiferinn í smá olíu í þykkbotna potti, án þess að brúna. Bætið safanum úr ávöxtunum út í og látið sjóða smá stund, þá er rjómanum bætt í og látið sjóða rólega í nokkrar mínútur. Smakkað til með salti og pipar. Takið sósuna af hitanum þannig að hætti að sjóða og þeytið kalt smjörið saman við í smá bitum. Sósan má ekki sjóða aftur, ellegar er hætta á að smjörið skilji sig frá sósunni.

 

Framreiðsla
Berið fiskinn fram með sóunni, soðnum smjörsteiktum kartöflum og snöggsoðnum sykurbaunum og gulrótastrimlum.

Formulæ

Tegund: Rauðvín
Land: Ítalía
Hérað: Toscana
Framleiðandi: Barone Ricasoli
Berjategund: Sangiovese
Styrkleiki: 13%
Stærð: 75 cl
Verð: sjá verðlista
Sölustaðir: Akureyri Hafnafjörður Seltjarnarnes Kringlan Heiðrún

 

Formulæ kemur frá hlíðum Brolio kastala í Chianti, Toscana. Þetta 100% Sangiovese vín er að hluta til látið vera á litlum eikartunnum í 6 mánuði og þar næst er það látið jafna sig í 3 mán á flöskunni. í nefi er vínið ávaxtamikið með sterk vanillu einkenni. Vín með góða fyllingu og langt rúsinukennt eftirbragð.

Formulæ er aðlaðandi vín og hentar fjölbreyttri matargerð í léttari kantinum.

Árið 1871 skrifaði Bettino Ricasoli þekktum Pisan lærismanni frá niðurstöðum sínum í rannsókn sinni á vínum ræktuðum í Brolio. Hann varð þess vís að Sangiovese, sem var síðar notað í Chianti formúlu sína, var sú þrúga sem gaf sig best á svæðinu
 

Pizza með Mozzarella, tómötum og pestó

Uppskrift fyrir einn til tvo:

1 tilbúinn pizzabotn (12")
1 krukka Sacla grænt pestó
250 gr. Galbani Mozzarella ostur, niðurskorinn
2 tómatar, þunnt niðursneiddir
2 msk. Cirio tómatmauk (tomato purée)
25 gr. fersk basillauf, rifin
Nýmalaður svartur pipar

 

1. Forhitið ofninn í 220ºC

2. Dreifið tómatmauki ofan á pizzabotninn.

3. Setjið Mozzarella ostinn og tómatsneiðarnar ofan á.

4. Kryddið eftir smekk.

5. Bakið pizzuna í ofni í 12 til 15 mín.

6. Setjið pestó, eftir smekk, ofan á pizzuna. Stráið basillaufum ofan á. Berið fram strax.
 

Niðjar Þorbjargar Jónsdóttur og Guðjón Vigfússonar.

Kæru niðjar  Þorbjargar Jónsdóttur og Guðjóns Vigfússonar . Í undirbúningi er að halda ættarmót að Skógum undir  Austur –Eyjafjöllum helgina15-17.júní 2006.Tjaldstæði eru gjaldfrjáls, hótel er á staðnum en ekki enn farið að semja um verð á gistingu en verður gert síðar ef óskir koma um það. Fyrir hugað er að allir snæði saman kvöldverð á laugardagskvöldinu í félagsheimilinu á staðnum og kostnaði stillt í hóf. Þann17.júní eru 120 ár frá fæðingu Guðjóns Vigfússonar og þann dag er fyrirhugað að afhenda Þórði Tómassyni Safnstjóra minningarræðu hans sem ég fann í gömlu dóti hjá mömmu heitini. Það væri líka gaman að fá smá fræðslu hjá safnstjóranum eða skoðunarferð um safnið, eins væri líka nauðsyn að fara í kirkjugarðinn að leiði fólksins okkar. Allar ábendingar og tillögur eru vel þegnar það er ekkert sem er ákveðið þetta er allt á byrjunarstigi. Ásta Kristins (Bjarneyjar) kom að máli við Óla Tryggva (Máru) um að gaman væri að hittast eina helgi að sumrinu Óli sagði mér Gaua Hjölla (Leifu) frá þessu og þannig rúllar þessi bolti.Vonandi verður af þessu og við átt ánægjulega helgi. Endilega hafið samband á tölvupóstinn eða heimasíðuna mína og segið frá hvernig þið hugsið þetta og líka láta vita hvort þið hafið áhuga á þessu.Eins líka að láta alla okkar ættingja vita og hvetja til að koma og við getum sameinuð átt góða helgi.  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband