Blandaðir sjávarréttir og hrísgrjón í hálfmána

  

Hráefni
200 g smjördeig
100 g hrísgrjón
100 g skötuselur
100 g reyktur lax
2-3 msk. ólífuolía
100 g rækjur
1 msk. karrí
1 dl rjómi
salt og pipar
1 stk. eggjarauða

Aðferð
Ef smjördeigið er ekki útflatt fletjið það þá út í um 1 cm þykkt. Sjóðið hrísgrjónin í saltvatni og kælið. Skerið skötuselinn í um 3 cm stóra bita og reyktan lax í strimla. Hitið ólífuolíu á pönnu og steikið skötusel stutta stund. Setjið svo rækjur og síðan hrísgrjón á pönnuna. Kryddið með karríi, salti og pipar. Bætið rjóma saman við og takið af hitanum þegar rjóminn fer að krauma. Bætið reykta laxinum á pönnuna og látið standa í nokkrar mín. Skerið á meðan 15 cm hring úr smjördeiginu. Setjið sjávarréttina í miðjuna og brjótið helminginn yfir þannig að hálfmáni myndist. Lokið vel á samskeytunum með því að þrýsta á þau með gaffli. Smyrjið yfirborð hálfmánans með sundursleginni eggjarauðu og bakið við 180°C í 20 mín.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband