Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Kjúklinga Tortillas

  

 

 

 

  Uppskrift fyrir fjóra:

400 gr. kjúklingabringur, skornar í strimla,
1 pk. Santa Maria Wrap Tortilla
1 pk. Santa Maria Fajita Kryddmix
1 stk. laukur, skorinn í strimla
1 dl. rifinn ostur
1 dl. vatn
Kál

Pestódressing:
2 dl. Creme fraiche eða sýrður rjómi
3 msk. pestó

 

Brúnið kjúklinginn og laukinn í olíu. Bætið í kryddinu og vatninu. Hitið
tortilla kökurnar samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum. Setjið kjúklinginn í
tortilla kökurnar og stráið osti og káli yfir. Setjið svo pestódressingu yfir.

Salsa svínakótelettur með kartöflum

  

 

 

 

 

 Uppskrift fyrir fjóra:

4 svínakótelettur, 120 - 180 gr. hver
500 gr. soðnar kartöflur, skornar í bita
1 pkn. Santa Maria Taco Seasoning Mix
1 krukka (350 gr.) Santa Maria salsasósa
2 msk. olía til steikingar

 

Setjið svínakóteletturnar, kartöflurnar og kryddið í stóran plastpoka; hristið.

Hitið olíu á pönnu við miðlungshita. Setjið kóteletturnar á pönnuna og steikið í 2 til 3 mín. á hverri hlið.

Setjið kartöflurnar og salsasósuna út á pönnuna. Lækkið hitann og setjið lok á pönnuna. Látið malla í 12 til 15 mín., eða þar til kjötið er steikt í gegn. Berið fram strax.

Heitt rótasalat með byggklöttum og kóríanderpestó

  

 

 

 

 

 Handa fjórum

300 g gulrætur
300 g næpur eða rófur (gular eða rauðar)
300 g grasker
200 g sellerírót
2 negulnaglar
1 lítil kanelstöng
1 kryddmál steytt múskat
1 kryddmál steytt kóríander
1 ferskur rauður pipar (án fræja og niðursaxaður)
3 msk jómfrúrólífuolía
1 dós kóríanderpestó frá Saclà

klattar:
200 g soðið og vel síað bankabygg
2 egg
20 g granaostur
salt eftir smekk
2-3 msk jómfrúrólífuolía

 

Útbúið klattadeig þannig: Þeytið eggin í skál og bætið rifnum ostinum saman við og þarnæst bygginu, saltið og leggið til hliðar í hálftíma. Skolið grænmetið í millitíðinni, hreinsið og skerið í litla kubba. Hellið á stóra pönnu sem ekki festist við ásamt olíunni, kryddinu og rauða piparnum, saltið og látið malla í 30 mín.
Smyrjið pönnu sem ekki festist við með olíu, hitið, þekið botn hennar með ausu af klattadeigi og gyllið kökuna báðum megin. Haldið þannig áfram þar til deigið er á þrotum. Berið hvoru tveggja fram heitt ásamt kóríandermauki.

*Prófið að bræða klípu af mjúkum geitaosti saman við grænmetið í lokin, eða bera fram með klöttunum.

Íslensk villigæs á ítölskum slóðum

Uppskrift fyrir átta:

6 gæsabringur, hamflettar og fituhreinsaðar (má einnig nota önd, þá þarf fleiri bringur)
2 box fersk kirsuber - steinhreinsuð og skorin til helminga
2 shallott laukar - saxaðir smátt
2 msk. sykur
1 ½ bolli púrtvín
12 msk. smjör í bitum
8 kvistir rósmarín
Salt og nýmalaður pipar
Ólífuolía

 

Ofninn hitaður í 180°. Saltið og piprið bringurnar. Steikið bringurnar við góðan hita á pönnu í örlítilli ólífuolíu. Færið bringurnar í eldfast fat og setjið í ofn í 12 mín. - varist að ofelda. Athugið að eldun heldur áfram í nokkrar mínútur eftir að þær koma úr ofninum. Meðan bringurnar bakast í ofninum eru kirsuberin sett á pönnuna ásamt lauknum, víninu og sykrinum. Sjóðið saman í 5 - 6 mín. eða þar til berin eru elduð. Takið af hitanum og þeytið smjörbita í einn í einu. Bragðbætið með salti og pipar. Takið bringurnar úr ofninum og látið jafna sig í nokkrar mín.. Skerið niður - raðið á diska setjið sósu yfir og einn rósmarín kvist á hvern disk. Berið fram með.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband