Smá fræðsla

Vínþrúgur


Hvítar

  • Chardonnay
    Er ein þekktasta og vinsælasta þrúga heims. Í Chablis héraðinu er hún mjög þurr og steinefnarík, í nýja heiminum verður hún sætari og bragðmeiri. Chardonnay vinnur mjög vel með eik. Kennimerki þrúgunnar er að hún er mjög ávaxtarík og blómarík.
  • Gewurztraminer
    Sú þrúgan sem er auðþekkjanlegust. Mest þekkt í Alsace þar sem hún gefur frá sér vín sem ilma aromatiskt, kryddað.
  • Grechetto
    Hreint og ferskt vín sem er þurrt eða sætt, með blómaangan. Kemur frá Umbriu í Ítalíu.
  • Pinot Gris
    Þrúga sem nýtur sín best í Alsace í Frakklandi. Bragðmikil og krydduð, fjölbreytt. Getur bæði verið sætt og þurrt.
  • Riesling
    Klassísk Þýsk þrúga. Nýtur sín best í þýskalandi og Alsace. Kennimerki þrúgunnar eru sítrus og eldsneyti og ávextir. Getur líka verið mjög góð sem sætvín.
  • Sauvignon Blanc
    Önnur af þekktustu hvítvínsþrúgum heims. Nýtur sín best í Loire dalnum í Frakklandi. Kennimerki þrúgunnar er að hún er mjög grösug og berjarík. Þessi þrúga er mikið notuð í Bordeaux og einnig í Nýja heims löndunum og þar nýtur hún sín best í Nýja Sjálandi.
  • Trebbiano
    Öðru nafni Ugni Blanc. Einföld og hlutlaus. Er notuð mikið í Ítalíu og einnig er þetta ein aðal þrúgan í Cognac.

Rauðar

  • Cabernet Franc
    Þrúga sem er mikið notuð sem blöndunarþrúga í Bordeaux hún er einnig notuð hrein í Loire. Mjög aromatisk, jarðleg er ekki eins fín og stóri bróðir Cabernet Sauvignon.
  • Cabernet Sauvignon
    Ein þekktasta rauðvínsþrúga heimsins og einnig sú vinsælasta. Er ein aðalþrúgan í Bordeaux, nýi heimurinn hefur byrjað að nota þessa þrúgu mjög mikið og hefur það tekist vel. Bragðmikil vín með vott af sólberjum, fjólum og sedrusviði.
  • Canaiolo
    Þrúga sem er notuð í Valpolicella og Bardolino blöndunni.
  • Corvina
    Aðalþrúgan í Bardolino og Valpolicella.
  • Grenache
    Mikið ræktuð í Suður Frakklandi og Spáni eitthvað ræktuð einnig í Bandaríkjunum og Suður Afríku.
  • Merlot
    Hin aðalþrúgan í Bordeaux. Vínin verða falleg að lit en ekki dökk og djúp, mjúkur aldinkeimur af vínunum en geta verið mjög rík í bragði. Þau eru venjulega flauelsmjúk, ilmurinn og bragðið getur minnt á kaffi og súkkulaði.
  • Nebbiolo
    Þekktust fyrir það að vera aðalþrúgan í Piedmont þar sem Barolo og Barbaresco vínin eru framleidd. Bragðmikil vín með ilm sem minnir oft á jarðsveppi.
  • Pinotage
    Krossun á milli Pinot Noir x Cinsault. Aðallega ræktuð í Suður Afríku.
  • Pinot Noir
    Þrúga sem nýtur sín best í Bourgogne og er einnig notuð í Alsace, Loire og Champagne Geta verið mjög rík en flauelsmjúk.
  • Sangiovese
    Aðalþrúgan í Toscana í Ítalíu. Er þá notuð hrein (óblönduð) í Vino Nobile di Montepulciano, og Brunello di Montalcino, en er blönduð með öðrum þrúgum í Chianti.
  • Syrah
    Nafnið er upprunnið frá höfuðborg Fars í Persíu, Shiraz. Bragðmikil vín tannínrík, berjamikil, stór og mikil. Nýtur sín einna best í Norðurhluta Rhone dalsins í Frakklandi og einnig í Ástralíu, þar sem hún er kölluð Shiraz.
  • Tempranillo
    Aðalþrúgan í Rioja í Spáni. Er aðallega notuð á Spáni.
  • Zinfandel
    Af mörgum talin vera Primitivo þrúgan frá suður ítalíu. Getur verið allt frá léttu og fáguðu eins og í hvítvínunum og rósavínunum til kröftugra tannínríkra rauðvína

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband