Ástralía

Ástralía


Ástralía skiptist niður í 5 megin vínæktarsvæði:

  • Vestur Ástralía (svæðið í kringum Perth), sem skiptist niður í Margaret River, Perth Hills og Swan Valley. Vínframleiðslan í Vestur Ástralíu er mjög lítil en það sem vantar í magni er bætt upp með gæðum. Vínrækt í Vestur Ástralíu byrjaði snemma á 20. öldinni í Swan Valley. Margaret River er eflaust þekktasta svæðið í Vestur Ástralíu, þó svo að vínframleiðsla hafi ekki byrjað þar fyrr en á 7. áratuginum þegar rannsóknir sýndu að jarðvegi og veðurfari svipaði mjög til þess sem gerist í Bordeaux.
  • Suður Ástralía (svæðið í kringum Adelaide), sem skiptist niður í Clare, McLaren Vale, Coonawarra, Barossa/Eden Valley og Riverland. Vínrækt í Suður Ástralíu byrjaði í Adelaide Hills og enn þann dag í dag er hluti af fyrsta víngarðinum til, en hann ber nafnið Chateau Reynella. Barossa Valley er eflaust þekktasta vínræktarsvæði Ástralíu á eftir Coonawarra, dalurinn var fyrst byggður af Þjóðverjum og gætir áhrifa þeirra enn þar. Saman eru Barossa og Coonawarra þekktustu vínræktarhéruð Ástrala. Einhverja af elstu vínviðum Ástralíu eru að finna í Barossa, um 100 ára gamla Shiraz og Grenache. Í McLaren Vale eru einhver af elstu starfandi vínhúsunum, t.d. eru höfuðstöðvar Hardy's að Chateau Reynella. Best verða vínin sem gerð eru úr Rhônardals þrúgum, en einnig verður Cabernet Sauvignon mjög gott hér. Coonawarra er eflaust mest umtalaða hérað Ástralíu, vegna terra rossa jarðvegarins sem er þar og gefur af sér frábær Cabernet Sauvignon vín.
  • Nýja Suður Wales (svæðið í kringum Sydney og Canberra), sem skiptist niður í Hunter Valley (Upper & Lower) og Mudgee. Hunterdalurinn er mjög heitur en kólnar verulega um kvöld og nætur, einnig er mjög óstöðug rigning þar fyrir vínframleiðslu, það rignir þegar ekki á að rigna. Hér njóta Shiraz og Sémillon sín best, en Cabernet Sauvignon og Chardonnay koma fast á hæla þeirra. Skiptingin á Hunter Valley er þannig að í Upper er aðallega plantað hvítvínsþrúgum og rauðvínsþrúgum í Lower. Vínræktinni og víngerðinni í Mudgee svipar mjög til þess hvernig hún er í Hunter Valley nema það, að vínin verða feitari og með meiri fyllingu og vínþrúgurnar ná meiri þroska í Mudgee.
  • Victoria (svæðið í kringum Melbourne), sem skiptist niður í Yarra Valley og Mornington Peninsula. Auður Victoria er byggður á gulli, þar voru miklar gullnámur. Það voru Svisslendingar sem byrjuðu að framleiða vín á þessu svæði. Victoria er meðal köldustu svæða Ástralíu, þar af leiðandi njóta Búrgúndí þrúgur sín mjög vel, þ.e. Chardonnay og Pinot Noir. Einnig nýtur Sauvignon Blanc sín mjög vel hér, Cabernet Sauvignon og Shiraz geta gert vel og Merlot á góða framtíð hér. Einnig er Victoria heimahérað freyðivínsframleiðslu í Ástralíu.
  • Tasmania (eyja með sama nafni fyrir sunnan Melbourne). Fyrir utan Queensland er Tasmania minnsta vínræktarsvæði Ástralíu. Fyrsti víngarðurinn var gróðursettur á milli 1820 og 1830 og voru vínviðir þaðan notaðir til að koma á vínframleiðslu bæði í Suður Ástralíu og Victoriu. Það sem hefur staðið Tasmaniu mest fyrir þrifum er hversu kalt getur orðið þar. Þegar víngerð komst í blóma í Suður Ástralíu og Victoriu datt hún niður í Tasmaniu. Fyrsti nútíma víngarðurinn var gróðursettur á milli 1950 og 1960 og í dag eru um 50 vínfyrirtæki staðsett þar.

Ástralía skiptist niður í 5 megin vínæktarsvæði:

  • Vestur Ástralía (svæðið í kringum Perth), sem skiptist niður í Margaret River, Perth Hills og Swan Valley. Vínframleiðslan í Vestur Ástralíu er mjög lítil en það sem vantar í magni er bætt upp með gæðum. Vínrækt í Vestur Ástralíu byrjaði snemma á 20. öldinni í Swan Valley. Margaret River er eflaust þekktasta svæðið í Vestur Ástralíu, þó svo að vínframleiðsla hafi ekki byrjað þar fyrr en á 7. áratuginum þegar rannsóknir sýndu að jarðvegi og veðurfari svipaði mjög til þess sem gerist í Bordeaux.
  • Suður Ástralía (svæðið í kringum Adelaide), sem skiptist niður í Clare, McLaren Vale, Coonawarra, Barossa/Eden Valley og Riverland. Vínrækt í Suður Ástralíu byrjaði í Adelaide Hills og enn þann dag í dag er hluti af fyrsta víngarðinum til, en hann ber nafnið Chateau Reynella. Barossa Valley er eflaust þekktasta vínræktarsvæði Ástralíu á eftir Coonawarra, dalurinn var fyrst byggður af Þjóðverjum og gætir áhrifa þeirra enn þar. Saman eru Barossa og Coonawarra þekktustu vínræktarhéruð Ástrala. Einhverja af elstu vínviðum Ástralíu eru að finna í Barossa, um 100 ára gamla Shiraz og Grenache. Í McLaren Vale eru einhver af elstu starfandi vínhúsunum, t.d. eru höfuðstöðvar Hardy's að Chateau Reynella. Best verða vínin sem gerð eru úr Rhônardals þrúgum, en einnig verður Cabernet Sauvignon mjög gott hér. Coonawarra er eflaust mest umtalaða hérað Ástralíu, vegna terra rossa jarðvegarins sem er þar og gefur af sér frábær Cabernet Sauvignon vín.
  • Nýja Suður Wales (svæðið í kringum Sydney og Canberra), sem skiptist niður í Hunter Valley (Upper & Lower) og Mudgee. Hunterdalurinn er mjög heitur en kólnar verulega um kvöld og nætur, einnig er mjög óstöðug rigning þar fyrir vínframleiðslu, það rignir þegar ekki á að rigna. Hér njóta Shiraz og Sémillon sín best, en Cabernet Sauvignon og Chardonnay koma fast á hæla þeirra. Skiptingin á Hunter Valley er þannig að í Upper er aðallega plantað hvítvínsþrúgum og rauðvínsþrúgum í Lower. Vínræktinni og víngerðinni í Mudgee svipar mjög til þess hvernig hún er í Hunter Valley nema það, að vínin verða feitari og með meiri fyllingu og vínþrúgurnar ná meiri þroska í Mudgee.
  • Victoria (svæðið í kringum Melbourne), sem skiptist niður í Yarra Valley og Mornington Peninsula. Auður Victoria er byggður á gulli, þar voru miklar gullnámur. Það voru Svisslendingar sem byrjuðu að framleiða vín á þessu svæði. Victoria er meðal köldustu svæða Ástralíu, þar af leiðandi njóta Búrgúndí þrúgur sín mjög vel, þ.e. Chardonnay og Pinot Noir. Einnig nýtur Sauvignon Blanc sín mjög vel hér, Cabernet Sauvignon og Shiraz geta gert vel og Merlot á góða framtíð hér. Einnig er Victoria heimahérað freyðivínsframleiðslu í Ástralíu.
  • Tasmania (eyja með sama nafni fyrir sunnan Melbourne). Fyrir utan Queensland er Tasmania minnsta vínræktarsvæði Ástralíu. Fyrsti víngarðurinn var gróðursettur á milli 1820 og 1830 og voru vínviðir þaðan notaðir til að koma á vínframleiðslu bæði í Suður Ástralíu og Victoriu. Það sem hefur staðið Tasmaniu mest fyrir þrifum er hversu kalt getur orðið þar. Þegar víngerð komst í blóma í Suður Ástralíu og Victoriu datt hún niður í Tasmaniu. Fyrsti nútíma víngarðurinn var gróðursettur á milli 1950 og 1960 og í dag eru um 50 vínfyrirtæki staðsett þar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 132628

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband