Rauðvín með helgarsteikini

Bolla Le Poiane Valpolicella Classico

Tegund: Rauðvín
Land: Ítalía
Hérað: Veneto
Svæði: Valpolicella Classico
Framleiðandi: Fratelli Bolla
Berjategund: Corvina Veronese , Corvinone , Molinara , Rondinella
Stærð: 75 cl
Verð: 1490 kr.
Sölustaðir: Sérverslun ÁTVR Heiðrún og Kringlunni

 

Le Poiane Valpolicella Classico DOC er enginn venjulegur Valpolicella. Vínþrúgurnar koma frá víngörðum á Valpolicella Classico svæðinu, nánar tiltekið í kringum Jago bæinn, en þaðan hafa alltaf bestu vínþrúgurnar í bestu Valpolicella vínin komið og einnig fyrir hið rúsínukennda Amarone. Víngerðin fer ekki eftir föstum reglum; hún fer meira eftir árferði og þrúgugæðum, víngerðarmaðurinn ákveður það hverju sinni.

Le Poiane er gert eftir Ripasso aðferðinni sem er fólgin í því að hýðið frá Amaroneþrúgunum sem notuð eru í samnefnt vín, er sett saman við ógerjaða vínberjasaft og þetta síðan látið gerjast saman. Útkoman er svo kröftugra og bragðmeira vín sem passar sérlega vel með nautasteikum, lambakjöti villibráð og þroskuðum ostum, en ekki síður ljósu kjöti s.s. kjúkling og svínakjöti. Vínið er gott til drykkju núna en getur geymst í 4-5 ár.

Valpolicella Classico Doc Le Poiane 1996 hlaut silfurverðlaun á "Challenge
International Du Vin", í Blaye - Bourg, Frakklandi árið 2000.

Kálfakjöt með Marsala

Uppskrift fyrir tvo:

500 gr. kálfakjöt í sneiðum, ca 0,5 cm að þykkt
1/2 bolli hveiti, salt og pipar
1/4 bolli smjör
5 msk. vatn
5 msk. Marsala vín eða
1 krukka Sacla m/sveppum og marsala

 

Bræðið smjörið á pönnu, veltið kjötsneiðunum upp úr hveiti, ásamt salti og pipar. Steikið kjötið á pönnu í stutta stund, á báðum hliðum. Fjarlægið kjötið af pönnunni og leggið á heitan disk eða bakka. Hellið vatninu og Marsala víninu út á pönnuna og notið til að leysa upp það sem kann að hafa fests við pönnuna, í u.þ.b. 1 mínútu. Hellið vökvanum að lokum yfir kjötið og berið fram. Sacla m/sveppu og marsala má nota í staðinn fyrir Marsala vínið, þ.e. hita í potti eða á pönnunni og hella yfir kálfakjötið áður en það er borið fram.

Gott er að bera þennan rétt fram með kartöflum, t.d. rósmarín steiktum, eða einfaldlega soðnum kartöflum með góðri ólífuolíu og steinselju.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband