Lambalundir

Glóðaðar Tandoori lambalundir

Uppskrift fyrir fjóra:

500 gr. lambalundir
4 msk. Patak´s Tandoori Paste
2 msk. Rajah Tandoori kryddblanda
1 msk. nýtt engifer, rifið
1 msk. hunang
1 dl. hrein jógúrt (1/2 dós)
Salt og pipar eftir smekk

 

Blandið kryddlög úr kryddi, kryddmauki, engiferi, hunangi og jógúrt. Saltið og piprið eftir smekk. Látið lambalundirnar liggja í leginum í 4 til 12 klst. Glóðið lambalundirnar við vel heita glóð í ofni eða á útigrilli. Þær má einning pönnusteikja.

Berið lambalundirnar fram með hrísgrjónum. Með þeim er einnig gott að hafa lauk, steiktan á pönnu.

Tandoori kryddblandan kemur frá Rajasthan í vesturhluta Indlands.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðjón.

Það er nú aldeils frábært að eiga svona flínkan frænda með uppskriftir á takteinum af allra handa dýrlegum krásum.

takk, takk.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 30.1.2008 kl. 01:57

2 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sælar.

Ég er líka með uppskriftasíðu.www.blog.central.is/bryti

Guðjón H Finnbogason, 31.1.2008 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.8.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 133124

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband