Þvílíkt rugl, er fólk ekki með alla fimm

Vill færa Árbæjarsafn í miðborgina

mynd MYND/Vilhelm

Ólöf Nordal þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði í Silfri Egils fyrir stundu að hún teldi að leggja ætti Árbæjarsafnið niður og skila húsunum til baka til Reykjavíkur. Friðun húsa á Laugarvegi var til umræðu í þættinum. Bjarni Harðarson þingmaður fagnaði því að húsafriðun væri að taka við sér en taldi skyndifriðun húsanna við Laugaveg 4-6, 600 miljón króna klúður.

Gunnar Smári Egilsson taldi að friða ætti öll hús í miðbænum vestan við Rauðarárstíg, fyrir utan biðstöðina á Hlemmi sem ætti að rífa, því það stæði á fallegasta torgi í borginni. Hann taldi að ekki ætti að byggja stóra gjá verslunarhúsnæðis eins og hugmyndir væri uppi um á einhverjum stöðum á Laugavegi.

Að lokum benti Gunnar á að á Grettisgötu og Njálsgötu hefðu eigendur húsa gert upp mikinn meirihluta þeirra, í dag væru þetta glæsiilegar götur.


 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vigfús Davíðsson

Ef á að fara leggja niður Árbæjarsafn . Þá vill ég að við Vopnfirðingar fáum okkar hús. Við eigum þar tvö hús.

Vigfús Davíðsson, 3.2.2008 kl. 17:35

2 Smámynd: Alexandra Guðný Guðnadóttir

Barasta fyrirgefið en ég held að það sé hægt að nota peningana í eitthvað nytsamlegra en þetta.Margir fátækir og vanta húsaskjól.. en koss og knús AllY

Alexandra Guðný Guðnadóttir, 3.2.2008 kl. 17:36

3 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Mér finst Laugavegurinn ekki fallegur i dag,en ég vil heldur ekki að borgin fari að borga miljarða fyrir þessi hús.það þarf að gera eithvað en vonandi að það komi ekki ný Moggahöll eða eftirlýking á húsinu á milli Hótel Borg og Reykjavíkursapóteks.

Guðjón H Finnbogason, 3.2.2008 kl. 17:56

4 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Ef að er ekki verið að grínast með þetta, þá held ég að sé rétt hjá þér að vanti einhversstaðar alla fimm

Inga Lára Helgadóttir, 3.2.2008 kl. 19:51

5 Smámynd: Auðun Gíslason

Gunnar Smári sagði líka að þyrfti að friða bæinn fyrir stjórnmálamönnum og benti á hvernig eigendur húsa við Njálsgötu og Grettisgötu hefðu endurbyggt hús sín sjálfir.  Eigendur húsa við Laugaveg og Hverfisgötu hafa verið í einskonar gíslingu stjórnmálamanna vegna skipulagsmála.

Ólöf Nordal má fara með Árbæjarsafnið hvert á land sem vill fyrir mér, ef hún á nógu stóra lóð fyrir það.  En það á hún að sjálfsögðu ekki. En henni þykir sjálfsagt að ráðstafa eigum annarra lóðum og húsum og peningum einsog  hún eigi þetta allt saman.  Guð forði okkur frá stjórnmálamönnum sem ganga ekki öllum!

Ef það væri nú hægt að friða samfélagið allt fyrir stjórnmálamönnum af þessu taginu!

Auðun Gíslason, 3.2.2008 kl. 22:06

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

þvi miður talar fólk af sér i öllum flokkum,maður vill ekki trúa að konan hafi meint þetta/en ef svo er maður hissa og vel það/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 3.2.2008 kl. 22:41

7 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðjón.

Þetta eru svona álíka hugmyndir og uppi voru í grínþættinum Matthildi á sínum tíma þegar setja átti stífelsi í tjörnina í flytja hana upp í Árbæ.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 4.2.2008 kl. 00:36

8 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég er svo glaður að borga ekki útsvar í Borg Óttans.

Ásgrímur Hartmannsson, 4.2.2008 kl. 00:39

9 Smámynd: corvus corax

Hugmynd Matthildinga með stífelsið í salmonellusúpuna (tjörnina) er besta hugmynd sem fram hefur komið síðan hjólið var fundið upp. Það þarf að fylla upp í tjörnina og byggja þar tveggja hæða bílastæði, fjarlægja kofadraslið á Bernhöftstorfunni, henda tónlistarhúsgrunninum út í hafsauga og selja Árbæjarsafnið út á land á eitthvert krummaskuðið sem sveitapöpullinn neitar að flytja frá þótt heilbrigð skynsemi segi þeim að flytja til höfuðborgarinnar.

corvus corax, 4.2.2008 kl. 15:25

10 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

hvernig væri að vera alltaf með eitt hús á trukki, sem er verið að flytja á annann betri eða verri stað? ég er frekar sammála Gunnari Smára

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.2.2008 kl. 02:11

11 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Við getum verið sammála um að það þarf að gera eitthvað til að prýða umhverfið.

Guðjón H Finnbogason, 5.2.2008 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband