Miðvikudagur, 6. febrúar 2008
S S í slæmum málum
Þetta kemur mér ekki á óvart,svona er þetta búið að vera lengi og svona er með mörg fyrirtæki og stofnanir. Gríðarleg óánægja er á meðal margra starfsmanna Sláturfélags Suðurlands en á síðustu dögum hafa sex starfsmenn sölu og markaðsdeildar, þar af þrír stjórnendur, sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Þrír af þessum sex sögðu upp fyrr í dag. Heimildarmenn Vísis í fyrirtækinu segja að enn fleiri séu að íhuga stöðu sína og muni segja upp störfum á næstu dögum. Forstjóri SS, Steinþór Skúlason, hefur boðað til starfsmannafundar vegna málsins klukkan 16 á morgun. Samkvæmt heimildum Vísis komu uppsagnirnar í kjölfarið á langvarandi óánægju margra starfsmanna með stjórnunarstíl og aðferðir Steinþórs forstjóra SS. Sem dæmi um það má nefna hræðilega útkomu SS úr nýlegri könnun VR á viðhorfum starfsmanna um 130 fyrirtækja til stjórnenda sinna. Heimildarmenn Vísis tala um forneskjulegan stjórnunarstíl, stöðuga afskiptasemi, og stefnuleysi í mannauðsmálum. Einn óánægður starfsmaður SS sagði í samtali við Vísi í dag að litið væri á starfsfólk fyrirtækisins sem kostnað og tölur en ekki manneskjur. Steinþóri Skúlasyni forstjóra var ekki kunnugt um óánægja á meðal starfsfólks SS þegar Vísir náði tali af honum í dag. Aðspurður um uppsagnir starfsfólks undanfarna daga svaraði Steinþór að tvær þeirra ættu sér eðlilegar skýringar. Hann sagðist hins vegar ekki hafa heyrt af neinum uppsögnum í dag. Þegar fréttamaður Vísis tjáði honum að þrír starfsmenn hefðu skilað inn uppsögnum í dag svaraði Steinþór: "Þá veist þú meira en ég"
|
Nýjustu færslur
- 2.1.2014 Áramót
- 3.10.2011 Saltfiskur með ólífum, chilipipar og hvítlauk
- 15.10.2009 Innbakað lambafille með Duxelles
- 2.5.2009 Fylltur kjúklingur á ítalska vísu
- 23.4.2009 Lasagne með kotasælu
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
bjarkey
-
bjarnihardar
-
dofri
-
ellidiv
-
estersv
-
georg
-
gmaria
-
gretaulfs
-
gudnim
-
harhar33
-
hector
-
helgigunnars
-
jp
-
juljul
-
klossi
-
kolbrunerin
-
krutti
-
ktomm
-
liljabjork
-
lillagud
-
loathor
-
maggibraga
-
magnolie
-
magnusg
-
magosk
-
margith
-
mariaannakristjansdottir
-
neytendatalsmadur
-
omarpet
-
palmig
-
pandora
-
ranka
-
saelkeri
-
sax
-
sibbulina
-
siggagudna
-
siggith
-
skordalsbrynja
-
skulablogg
-
slembra
-
solir
-
steingerdur
-
sur
-
thrudur
-
tildators
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vestskafttenor
-
vga
-
zunzilla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Undarlegt hvað mörg fyrirtæki klikka á þessu í dag. Flest þessi "stóru" fyrirtæki tala fjálglega um mannauð og hafa fallega fjölskyldustefnu. Auka mannrækt og hver veit hvað. En á borði er komið fram við fólk eins og það sé til nóg af mannskap. Það megi alltaf fá mann í manns stað. Vissulega er það rétt upp að vissu marki - ég held hins vegar að þessi sömu fyrirtæki gleymi því að það kostar líka að skipta ört um mannskap!
Hrönn Sigurðardóttir, 6.2.2008 kl. 18:11
Fyrirtækjum er það til tekna að hafa góðan mannskap og stöðugan heldu enn að vera alltaf að kenna nýju fólki til verka.
Guðjón H Finnbogason, 6.2.2008 kl. 18:18
Já verst að þau átta sig ekki á því!
Hrönn Sigurðardóttir, 6.2.2008 kl. 19:39
Við sjáum hvernig er með fólk sem er orðið fimmtugt með mikkla reynslu það á ekki gott með að fá vinnu.
Guðjón H Finnbogason, 6.2.2008 kl. 20:11
Þetta hefur ekkert að gera með merkið SS er það,svona smá dýok/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 6.2.2008 kl. 22:09
Gott hjá þér Halli bæði merkin voru stórveldi
Guðjón H Finnbogason, 6.2.2008 kl. 23:14
Hefði misst af þessu ef þú hefðir ekki bloggað um þetta Guðjón.
Ósköp er að heyra.
Hef nú alltaf taugar til míns gamla vinnuveitanda, en þarna var maður í 10 ár í söludeildinni í gamla daga á Skúlagötunni.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 6.2.2008 kl. 23:49
Ég lærði á Skúlagötunni og var líka hjá Jóa í Matardeildinni.Á hvaða árum varst þú hjá SS
Guðjón H Finnbogason, 7.2.2008 kl. 01:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.