S S í slæmum málum

Þetta kemur mér ekki á óvart,svona er þetta búið að vera lengi og svona er með mörg fyrirtæki og stofnanir. 

Gríðarleg óánægja er á meðal margra starfsmanna Sláturfélags Suðurlands en á síðustu dögum hafa sex starfsmenn sölu og markaðsdeildar, þar af þrír stjórnendur, sagt upp störfum hjá fyrirtækinu.

Þrír af þessum sex sögðu upp fyrr í dag. Heimildarmenn Vísis í fyrirtækinu segja að enn fleiri séu að íhuga stöðu sína og muni segja upp störfum á næstu dögum.

Forstjóri SS, Steinþór Skúlason, hefur boðað til starfsmannafundar vegna málsins klukkan 16 á morgun.

Samkvæmt heimildum Vísis komu uppsagnirnar í kjölfarið á langvarandi óánægju margra starfsmanna með stjórnunarstíl og aðferðir Steinþórs forstjóra SS. Sem dæmi um það má nefna hræðilega útkomu SS úr nýlegri könnun VR á viðhorfum starfsmanna um 130 fyrirtækja til stjórnenda sinna.

Heimildarmenn Vísis tala um forneskjulegan stjórnunarstíl, stöðuga afskiptasemi, og stefnuleysi í mannauðsmálum.

Einn óánægður starfsmaður SS sagði í samtali við Vísi í dag að litið væri á starfsfólk fyrirtækisins sem kostnað og tölur en ekki manneskjur.

Steinþóri Skúlasyni forstjóra var ekki kunnugt um óánægja á meðal starfsfólks SS þegar Vísir náði tali af honum í dag. Aðspurður um uppsagnir starfsfólks undanfarna daga svaraði Steinþór að tvær þeirra ættu sér eðlilegar skýringar. Hann sagðist hins vegar ekki hafa heyrt af neinum uppsögnum í dag. Þegar fréttamaður Vísis tjáði honum að þrír starfsmenn hefðu skilað inn uppsögnum í dag svaraði Steinþór: "Þá veist þú meira en ég"

 


 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Undarlegt hvað mörg fyrirtæki klikka á þessu í dag. Flest þessi "stóru" fyrirtæki tala fjálglega um mannauð og hafa fallega fjölskyldustefnu. Auka mannrækt og hver veit hvað. En á borði er komið fram við fólk eins og það sé til nóg af mannskap. Það megi alltaf fá mann í manns stað. Vissulega er það rétt upp að vissu marki - ég held hins vegar að þessi sömu fyrirtæki gleymi því að það kostar líka að skipta ört um mannskap! 

Hrönn Sigurðardóttir, 6.2.2008 kl. 18:11

2 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Fyrirtækjum er það til tekna að hafa góðan mannskap og stöðugan heldu enn að vera alltaf að kenna nýju fólki til verka.

Guðjón H Finnbogason, 6.2.2008 kl. 18:18

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já verst að þau átta sig ekki á því!

Hrönn Sigurðardóttir, 6.2.2008 kl. 19:39

4 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Við sjáum hvernig er með fólk sem er orðið fimmtugt með mikkla reynslu það á ekki gott með að fá vinnu.

Guðjón H Finnbogason, 6.2.2008 kl. 20:11

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þetta hefur ekkert að gera með merkið SS er það,svona smá dýok/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 6.2.2008 kl. 22:09

6 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Gott hjá þér Halli bæði merkin voru stórveldi

Guðjón H Finnbogason, 6.2.2008 kl. 23:14

7 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Hefði misst af þessu ef þú hefðir ekki bloggað um þetta Guðjón.

Ósköp er að heyra.

Hef nú alltaf taugar til míns gamla vinnuveitanda, en þarna var maður í 10 ár í söludeildinni í gamla daga á Skúlagötunni.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 6.2.2008 kl. 23:49

8 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Ég lærði á Skúlagötunni og var líka hjá Jóa í Matardeildinni.Á hvaða árum varst þú hjá SS

Guðjón H Finnbogason, 7.2.2008 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband