Þetta er snild

Humarforréttur á þrjá vegu

fyrir fjóra

1.Humar carpaccio með fennelvinaigrette:

8 stórir humarhalar í skel
1 fennelrót
1 sítróna
½ dl jómfrúarolía (t.d. Carapelli)
½ búnt dill
sjávarsalt
svartur pipar

2. Öfugt humar ballontine:


10 stórir humarhalar í skel
2 egg
1 dl rjómi
1 sítróna
½ dós sýrður rjómi
2 msk. hunang
handfylli hökkuð fersk steinselja
handfylli hakkaður ferskur graslaukur
handfylli hakkað ferskt fáfnisgras (estragon)
sjávarsalt
svartur pipar

3. Humar rísottó

Humarsoð:

Skel af 18 humarhölum
½ flaska hvítvín
1 stk. anísstjarna
5 piparkorn
1 lárviðarlauf
1 tsk. fennelfræ
1 laukur
2 gulrætur
½ blaðlaukur
1 msk. tómatpúrra
stilkar af kryddjurtum

Rísottó:

1 dl. rísottó hrísgrjón (Arborio eða Carnaroli frá Riso Gallo)
3 skalotlaukar
1 hvítlauksgeiri
1 sítróna
Jómfrúrólífuolía (t.d. Carapelli)
2 dl. hvítvín
200 gr. rifinn parmesanostur (Galbani)
1 dl. rjómi
1 dl. léttþeyttur rjómi
Sjávarsalt
Pipar



 

1.Humar carpaccio með fennelvinaigrette:

Pillið skelina af humrinum og geymið. Skerið humarinn örþunnt á disk. Skerið fennelinn í örlitla teninga, afhýðið sítrónu og kreistið safann yfir fennelbitana og hellið olíunni rólega yfir og pískið. Smakkið til með salti og pipar, setjið ca. matskeið yfir humarinn áður enn framreitt er.

Öfugt humar ballontine:

Pillið skelina og geymið. Maukið 7 humarhala í matvinnsluvél ásamt rjómanum og eggjunum. Smakkið farsið til með salti pipar og örlitlum sítrónusafa og setjið í sprautupoka. Veltið 3 humarhölum uppúr kryddjurtunum og kryddið með salti og pipar. Sprautið tveim þumlungsþykkum röndum á plastfilmu, leggið heilu humarhalana ofaná og sprautið öðrum tveim röndum af farsi ofaná. Rúlllið plasfilmunni þétt saman og snúið uppá í pylsu og bindið þétt fyrir endana. Eldið í gufuofni í 8 mínútur eða varlega í vatni við suðumark. Kælið áður en skorið er í bita. Hrærið saman hunangi, sítrónusafa, salti og sýrðan rjóma og berið fram með ballontininu

3. Humar rísottó

Humarsoð:


Svitið allt grænmeti með humarskelinni og kryddum, hellið hvítvíninu yfir og sjóðið niður um helming eða í um 20 mín, sigtið í gegnum fínt sigti og bætið örlitlu vatni við og látið sjóða í aðrar 30 mín. Geymið humarsoðið á hellunni.

Rísottó:

Saxið laukinn smátt og merjið hvílaukinn varlega, svitið á pönnnu með olíunni og bætið grjónunum við. Hellið hvítvíninu útá og sjóðið í um 5 mín. bætið humarsoði og rjómanum varlega við í skömmtum þannig að það haldist suða. Í lokin er parmesanosti bætt við, smakkað til með salti, pipar og sítrónusafa og léttþeyttum rjóma til að risottóið renni rólega út á diskinum.

*Einnig má vitanlega útbúa réttina í sitthvoru lagi sem forrétti eða smárétti. Risottóið er þá einnig tilvalinn aðalréttur fyrir tvo. 


 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

uppáhalds maturinn minn....er farin að slefa  , vonandi hef ég tíma til að prófa þetta einhvern tímann.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 7.2.2008 kl. 21:53

2 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Humar er lostæti.

Guðjón H Finnbogason, 7.2.2008 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband