Dögurður - Morgunmatur og hádegismatur í eina sæng

Sú máltíð sem kemur fyrst upp í hugann ef nefna á heimalagaða máltíð, er án efa kvöldmaturinn. Þó býður fyrsta máltíð dagsins, morgunmaturinn eða brunch, upp á alveg jafn skemmtileg tækifæri í framleiðslu, ásamt því að vera holl og góð byrjun á deginum.

Svo mörg okkar eru á sífelldum þönum á morgnana að þessi stund, morgunmaturinn, hefur átt undir högg að sækja. En framreiðsla morgunmatarins þarf alls ekki að vera tímafrek. Það tekur stutta stund að laga kaffi- eða tebolla, laga eggjahræru, rista brauð og skera niður ávexti. Einnig tekur heldur ekki langan tíma að hita kakóbolla og afþýða múffu sem bökuð var um helgina og geymd í frysti.

Þegar morgunmatnum er frestað svo hann gengur í eina sæng með hádegismatnum, hlýtur útkoman nafnið brunch sem er samansett úr orðunum breakfast og lunch. Þessi skemmtilega máltíð leit fyrst dagsins ljós á Englandi seint á 19 öld, en varð svo feikivinsæl í Bandaríkjunum upp úr 1930. Dögurður er íslenska nafnið yfir brunch.

Brunch (eða dögurður) getur verið auðveld eða flókin máltíð, allt eftir efni og aðstæðum, og má til að mynda bera fram dögurð sem létta máltíð fyrir einn eða tvo, sem og bjóða upp á dögururðarhlaðborð fyrir hópa.

Veljið matseðilin með góðum fyrirvara og hafið hann einfaldan. Ef ekki gefst tími til baksturs, bjóðið þá upp á brauðmeti úr bakaríinu. Það kemur t.d. byrjendum vel því þá gefst meiri tími til að einbeita sér að þeim réttum sem á að útbúa í eldhúsinu heima.

Í fyrstu er ágætt að halda sig frá flóknum eggjaréttum, eins og t.d. Eggs Benedict, og jafnvel útbúa bara eggjarétti sem má gera deginum áður, t.d. ýmisskonar tortillur og frittatas.

Ásamt kaffi, te og ávaxtasafa, tíðkast að bjóða upp á hvítvín, kampavín og eða kokteila, eins og t.d. Mimosa eða könnu af Bloody Mary, með matnum.

Æfingin skapar meistarann, og með tímanum er hægt að útbúa sífellt margbrotnari rétti fyrir fleiri gesti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Ég er lítið fyrir egg þannig að ég nota bara annað.Pabbi seig í Elliðaey á fyrri hluta síðustu aldar og sagði mér sögur frá þessum tíma og ma.að egg sem væru farin að stropa og kanski farið að móta fyrir augum væru best.

Guðjón H Finnbogason, 8.2.2008 kl. 14:14

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Morgunstund gefur gull i mund"Það gefur morgunmaturinn lika/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 8.2.2008 kl. 15:36

3 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Ég held að þetta hafi verið karlagrobb eða ég sagði það.

Guðjón H Finnbogason, 8.2.2008 kl. 17:09

4 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Í Færeyjum nefnist hádegismatur dögurði, en þá er yfirleitt heitur matur, eins og tíðkaðist hérna á Íslandi áður fyrr, en þessi siður er enn við lýði í Færeyjum.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 8.2.2008 kl. 18:12

5 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Það er sagt að þetta sé þýðing á Brunch.Það er líka hérna bæði til sjós og sveita

Guðjón H Finnbogason, 8.2.2008 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband