Föstudagur, 8. febrúar 2008
Dögurður - Morgunmatur og hádegismatur í eina sæng
Svo mörg okkar eru á sífelldum þönum á morgnana að þessi stund, morgunmaturinn, hefur átt undir högg að sækja. En framreiðsla morgunmatarins þarf alls ekki að vera tímafrek. Það tekur stutta stund að laga kaffi- eða tebolla, laga eggjahræru, rista brauð og skera niður ávexti. Einnig tekur heldur ekki langan tíma að hita kakóbolla og afþýða múffu sem bökuð var um helgina og geymd í frysti.
Þegar morgunmatnum er frestað svo hann gengur í eina sæng með hádegismatnum, hlýtur útkoman nafnið brunch sem er samansett úr orðunum breakfast og lunch. Þessi skemmtilega máltíð leit fyrst dagsins ljós á Englandi seint á 19 öld, en varð svo feikivinsæl í Bandaríkjunum upp úr 1930. Dögurður er íslenska nafnið yfir brunch.
Brunch (eða dögurður) getur verið auðveld eða flókin máltíð, allt eftir efni og aðstæðum, og má til að mynda bera fram dögurð sem létta máltíð fyrir einn eða tvo, sem og bjóða upp á dögururðarhlaðborð fyrir hópa.
Veljið matseðilin með góðum fyrirvara og hafið hann einfaldan. Ef ekki gefst tími til baksturs, bjóðið þá upp á brauðmeti úr bakaríinu. Það kemur t.d. byrjendum vel því þá gefst meiri tími til að einbeita sér að þeim réttum sem á að útbúa í eldhúsinu heima.
Í fyrstu er ágætt að halda sig frá flóknum eggjaréttum, eins og t.d. Eggs Benedict, og jafnvel útbúa bara eggjarétti sem má gera deginum áður, t.d. ýmisskonar tortillur og frittatas.
Ásamt kaffi, te og ávaxtasafa, tíðkast að bjóða upp á hvítvín, kampavín og eða kokteila, eins og t.d. Mimosa eða könnu af Bloody Mary, með matnum.
Æfingin skapar meistarann, og með tímanum er hægt að útbúa sífellt margbrotnari rétti fyrir fleiri gesti.
Nýjustu færslur
- 2.1.2014 Áramót
- 3.10.2011 Saltfiskur með ólífum, chilipipar og hvítlauk
- 15.10.2009 Innbakað lambafille með Duxelles
- 2.5.2009 Fylltur kjúklingur á ítalska vísu
- 23.4.2009 Lasagne með kotasælu
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
bjarkey
-
bjarnihardar
-
dofri
-
ellidiv
-
estersv
-
georg
-
gmaria
-
gretaulfs
-
gudnim
-
harhar33
-
hector
-
helgigunnars
-
jp
-
juljul
-
klossi
-
kolbrunerin
-
krutti
-
ktomm
-
liljabjork
-
lillagud
-
loathor
-
maggibraga
-
magnolie
-
magnusg
-
magosk
-
margith
-
mariaannakristjansdottir
-
neytendatalsmadur
-
omarpet
-
palmig
-
pandora
-
ranka
-
saelkeri
-
sax
-
sibbulina
-
siggagudna
-
siggith
-
skordalsbrynja
-
skulablogg
-
slembra
-
solir
-
steingerdur
-
sur
-
thrudur
-
tildators
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vestskafttenor
-
vga
-
zunzilla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Dagskrártillaga frá stjórnarandstöðunni
- Lögreglan leitar að Hebu Ýr
- Fasteignasali þróar partíleik
- Viljandi villt í Hljómskálagarði og Grafarvogi
- Fjárheimild veitt í þjóðaratkvæðagreiðslu
- Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega
- Ný 85 íbúða þyrping fyrirhuguð í Skógarhlíð
- Ungmenni að reykja kannabis reyndu að opna bíla
- Rannsókn hafin á bílastæðasprengju við Leifsstöð
- Eitt og hálft ár tekur að afgreiða umsóknir
Erlent
- Við þurfum að senda fleiri vopn
- Tilnefnir Trump til friðarverðlauna
- Yfir 100 látnir í Texas-flóðunum
- Bruna um götur í hláturgasvímu
- Trump sendir fleiri tollabréf
- Tala látinna í Texas hækkar
- Ítölsk þjóðhetja drepin
- Sala Jaguar-bifreiða hrynur eftir tollaaðgerðir
- Trump leggur 25% tolla á Japan og Suður-Kóreu
- Tuttugu ár frá hryðjuverkunum í London
Fólk
- Gyða og Úlfur tengdu við sköpun hvort annars
- Sýndi bossann á tennisvellinum
- Justin Bieber í afeitrun
- Sabrina Carpenter hungruð eins og úlfurinn
- Nýi eiginmaðurinn er 13 árum yngri
- Vitleysingar heimsækja risaeðlur
- Julian McMahon er látinn
- Oasis miðar á yfir 400 þúsund krónur
- Goðsögnin Ozzy Osbourne kvaddi sviðið í hásæti
- Ávallt harður við sjálfan sig
Íþróttir
- Svíarnir þreyttir á Sveindísi
- Frábær fótboltaleikur
- Höskuldur: Segir hvar hausinn er
- Dómurinn var rangur
- Rooney kominn með nýtt starf
- Keflavík skoraði fjögur í grannaslagnum
- Elísabet úr leik eftir úrslit kvöldsins
- Þjálfarinn sagði upp í Mosfellsbæ
- Fjörugt jafntefli í Kaplakrika
- Amorim sagði nei við hugmyndinni
Athugasemdir
Ég er lítið fyrir egg þannig að ég nota bara annað.Pabbi seig í Elliðaey á fyrri hluta síðustu aldar og sagði mér sögur frá þessum tíma og ma.að egg sem væru farin að stropa og kanski farið að móta fyrir augum væru best.
Guðjón H Finnbogason, 8.2.2008 kl. 14:14
Morgunstund gefur gull i mund"Það gefur morgunmaturinn lika/Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 8.2.2008 kl. 15:36
Ég held að þetta hafi verið karlagrobb eða ég sagði það.
Guðjón H Finnbogason, 8.2.2008 kl. 17:09
Í Færeyjum nefnist hádegismatur dögurði, en þá er yfirleitt heitur matur, eins og tíðkaðist hérna á Íslandi áður fyrr, en þessi siður er enn við lýði í Færeyjum.
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 8.2.2008 kl. 18:12
Það er sagt að þetta sé þýðing á Brunch.Það er líka hérna bæði til sjós og sveita
Guðjón H Finnbogason, 8.2.2008 kl. 19:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.