Vont veður.

Það er ekkert smá veður núna,þrumur og eldingarég er hræddur um að rafmagnið fari en þá er bara rómó með kertum.Ég held að það sé núna í hámarki,svo vonandi fer hann að dúra,það lyggur við að ég segi að ég er feginn að vera heima en ekki út á sjó.Það er líka ferlegt með fólkið í flugvélonum að komast ekki úr þeim inn í flugstöð.Dóttir mín var að hringja og segja frá því að tré hafi brotnað og lagst að húsinu í næsta garði.Það eru mörg ár síðan ég hef lent í svona veðri.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alexandra Guðný Guðnadóttir

Já þetta er svakalegt veður sussumsvei..En allt tekur enda koss og knús allý

Alexandra Guðný Guðnadóttir, 8.2.2008 kl. 22:10

2 Smámynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Hann er alveg bálillur hérna líka. Ég er búinn að fóðra svalahurðina hjá mér með stóreflis baðhandklæði þar sem vatnið stendur inn úr neðri hleranum. Ég hef aldrei séð annað eins frá því að ég flutti hingað. Þetta virðist núna vera að ganga niður og er það bara hið besta mál. Sjálfur er ég feginn að vera ekki á sjó núna heldur með fast undir fótum, þó að á annari hæð sé. Kveðja úr Mos

Guðmundur St. Valdimarsson, 8.2.2008 kl. 22:46

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Það eru þrumur og eldingar í Grafarvognum, við þurftum að hreinsa niðurfallið úti á plani í kvöld og ég varð alveg gegndrepa við það.  En mikið rosalega er lognið sem kemur á eftir storminum gott.

Ester Sveinbjarnardóttir, 8.2.2008 kl. 23:01

4 Smámynd: Gísli Torfi

eitt stk sumarbústaður fokinn til Jan Mayen og hvað 137 m/s við Vatnajökull ..segi og skrifa 137 m/s .....

Vona að Kári fari að sofna bráðum.. meiri lætinn í honum

Gísli Torfi, 9.2.2008 kl. 00:02

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hérna á nesinu var ekki svo slæmt veðrið, þar sem austanáttin var ráðandi.  Ég finn mest fyrir sunnan og suðvestan átt.  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.2.2008 kl. 00:54

6 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Ég yrði bókstaflega vitlaus ef einhver myndi reyna að halda mér inni í flugvél eftir lendingu klukkutímum saman. Hefur áhöfnin og flugfélagið leyfi til þess? Til hvers að lenda vélinni ef þetta bíður farþeganna? Urr, ég myndi ekki geta verið inni í vélinni þennan tíma, án súrefnis

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 9.2.2008 kl. 01:45

7 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sæl öllsömul já þetta er nú meira veðrið en það dúra þar til í kvöld þá fer af stað aftur en ekki eins og í gær.Gummi og Gísli núverandi og fyrrverandi skipsfélagar það væri ekki huggulegt á grána í svona,en við Gummi höfum þó lent í því að vera komnir í logn í 10 vinstigum eða að okkur fannst.Vonandi hefur allt verið í lagi hjá ykkur öllum. Hjá mér var það eina sem var að málverk eftir Sigfús Halldórsson af Sauðárkróki fór niður þannig að það er nú bara ramminn sem er ónítur.

Guðjón H Finnbogason, 9.2.2008 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband