Chile klykkar ekki.

Chile


Sérstaða Chile í vínheiminum er sú að phylloxera lúsin hefur enn ekki komið þangað. Chile skiptist niður í 6 megin vínræktarsvæði:

  • Aconcagua Valley
    Þar er jarðvegurinn blanda af leirsandi og leir og Aconcagua áin sér svæðinu fyrir nægu vatni. Hitinn er venjulega hærri en í Maipo. Þar er einnig mjög mikil birta, en að meðaltali eru þar 270 skýlausir dagar á ári. Þrúgan Cabernet Sauvignon er aðallega ræktuð og þá af einum framleiðanda sem er á svæðinu.
  • Casablanca Valley
    Er hjarta hvítvínsframleiðslu Chile, 80% af víngörðunum eru plantaðir með Chardonnay. Sjávarloftslag er ráðandi hér, kaldar golur sem kæla niður sumarhitann og hjálpa til við að lengja ræktunartímann. Jarðvegurinn er sá sami og í Aconcagua Valley.
  • Maipo Valley
    Maipo svæðið er mjög auðugt svæði. Fyrr á öldum þótti það fínt hjá eigendum koparnáma að sýna auð sinn með víngörðum. Frumkvöðullinn að vínframleiðslu í Maipo Valley var Don Silvestre Ochagavia Echazarreta, hann flutti inn vínvið frá Frakklandi 1851, rétt áður en phylloxeran skall á í Evrópu. Jarðvegurinn er frekar grýttur og saltríkur í nágrenni við Maipo ánna en verður sendnari þegar fjær dregur. Cabernet Sauvignon er aðal þrúgan og er mjög mismunandi eftir því hvaðan úr dalnum hún kemur.
  • Rapel Valley
    Þar er aðallega er framleitt rauðvín og þá úr Merlot og Cabernet Sauvignon. Jarðvegurinn er mjög auðugur af leir, nokkuð sem passar Merlot mjög vel.
  • Curico Valley
    Þaðan koma flest útflutnings vín Chile og ein bestu Merlot og Cabernet Sauvignon vín Chile. Einnig er mikið framleitt af mjög góðu Chardonnay og Sauvignon Blanc.
  • Maule Valley
    Er stærsta vínræktarsvæði Chile. Þar eru aðallega framleidd hvítvín. En að öðru leyti er héraðið eitt af þeim minnst þekktu í Chile.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Það væri kanski hægt að panta nokkur sýnishorn heim með Pappírs Pésa, þegar þar að kemur.

Guðmundur St. Valdimarsson, 9.2.2008 kl. 21:25

2 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Já það ætti að vera hægt bara að það kosti ekki mikið mér skilst að vatn sé orðinn munaður um borð.

Guðjón H Finnbogason, 9.2.2008 kl. 21:40

3 Smámynd: Steinunn Þórisdóttir

Skemmtilegur fróðleikur Guðjón, takk fyrir. Var einmitt að skola helgarsteikinni niður með Chile rauðvíni, MOLINA Cabernet Sauvignon, mjög gott.

Steinunn Þórisdóttir, 9.2.2008 kl. 23:45

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Skemmtileg lesning

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.2.2008 kl. 04:03

5 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Nú ætti litli bróðir minn að verða glaður....hefur verið búsettur í Chile síðastliðin 8 ár.....og fullyrðir að bestu vínin komi þaðan

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 10.2.2008 kl. 05:36

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Vín frá Chile eru, já ég held ég megi segja undantekningalaust, mjög góð.

Takk fyrir fróðleik. 

Hrönn Sigurðardóttir, 10.2.2008 kl. 11:25

7 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Gaman að velta svona upp á rei tímum

Guðjón H Finnbogason, 10.2.2008 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband