Frakkland


Er eitt stærsta vínframleiðsluland heimsins og það þekktasta. Vín eru liður af menningu Frakka og eiga sér langa sögu. Það eru 10 megin vínsvæði í Frakklandi og spilar þar inn í sterkt samspil matarhefðar héraðsins og bragðeiginleika vínsins.

Víninu er skipt niður í flokka, svokallaða AOC. AOC stendur fyrir 28% af heildarframleiðslunni. Frakkland var fyrst landa til þess að setja upp reglur um gæði og hvaðan vínið kemur. Árið 1935 var fyrsta svæðið afmarkað og var það Châteauneuf-Du-Pape. Þessar reglur segja til um:

  • Hvaðan vínið kemur
  • Hvaða þrúgur eru notaðar
  • Framleiðsluaðferðir
  • Lágmarks áfengismagn

VDQS stendur fyrir 1,3% af heildarframleiðslunni. VDQS er flokkurinn fyrir neðan AOC og er stökkpallur fyrir vín sem fara áfram upp í þann flokk. Reglurnar eru þær sömu, en ekki eins harðar. Vin de Pays stendur fyrir 13% af heildarframleiðslunni. VDP er notað af framleiðendum sem svokallaður tilraunaflokkur þ.e. tilraunir á nýjum þrúgum og framleiðsluaðferðum.

Vin de Table stendur fyrir 44,7% af heildarframleiðslunni. Vín sem getur verið framleitt hvar sem er og hvernig sem er. Ef French Vin De Table stendur á flöskunni er vínið frá Frakklandi, en ef eingöngu stendur Vin De Table getur vínið verið framleitt svo að segja hvar sem er í Evrópu og eingöngu sett á flöskur í Frakklandi.

Vínhéruð Frakklands skiptast niður í 10 megin svæði:

  • Alsace
  • Bordeaux
  • Bourgogne
  • Champagne
  • Jura & Savoie
  • Langudoc-Roussillon
  • Loire
  • Provence
  • Rhône
  • Suðvestur Frakkland

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 133078

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband