Sunnudagur, 10. febrúar 2008
Rauðvínið með réttinum að ofan og líka þessum fyrir neðan tveir réttir sama Rauðvínið
Faustino VII

Land: Spánn
Hérað: Rioja
Framleiðandi: Bodegas Faustino
Berjategund: Mazuela , Tempranillo
Stærð: 75 cl
Verð: 1190 kr.
Sölustaðir: Allar verslanir ÁTVR
Djúp fagurrauður litur með angan af þroskuðum ávöxtum, kryddi og tóbaki. Þurrkuð kirsuber og kryddtónar eru mest áberandi í nef. Vínið er ungt og ávaxtamikið, minnir á rauða sultu. Ljúft og einstaklega milt vín. Frábært hversdagsvín. Vínið hentar sérlega vel með léttum tapasréttum.
Faustino VII er 95% tempranillo og 5% Mazuelo og er geymt í 10 mánuði á tunnu úr amerískri eik. Heppilegasta hitastig á víninu þegar það er drukkið er c.a. 16°-17° C. Vínið er hvað best þegar það er 3 - 7 ára gamalt.
Um miðja 19. öld stofnaði Eleuterio Martinez Arzok fyrirtækið Bodegas Faustino. Það hefur verið í eigu Martinez- fjölskyldunnar síðan þá. Það var ekki fyrr en í kringum 1957 að vörumerkið Faustino var fyrst kynnt til sögunnar og situr fjórða kynslóð fjölskyldunnar þá við stjórnvölinn í dag. Fyrirtækið hefur hlotið gæðavottun á flestum stigum framleiðslunnar og eru vín þess gjarnan val hinna konungbornu við hátíðleg tækifæri. Vín frá Rioja hafa þá sérstöðu að lögum samkvæmt eru þau geymd hjá framleiðanda í ákveðinn tíma eða þar til þau eru tilbúin til drykkjar og sett á markað. Orð eins og Crianza, Reserva og Gran Reserva skilgreina geymslutímann en á
bak við þessi orð er vandlega skilgreindur sá lágmarkstími sem vínið er geymt á tunnu og í flösku fyrir alla framleiðendur. Bodegas Faustino notast við þessi lög við að setja einungis vín sem eru fullkomlega tilbúin til neyslu. Það þýðir oft og tíðum mun lengri geymslutíma en reglur gera ráð fyrir.
Nýjustu færslur
- 2.1.2014 Áramót
- 3.10.2011 Saltfiskur með ólífum, chilipipar og hvítlauk
- 15.10.2009 Innbakað lambafille með Duxelles
- 2.5.2009 Fylltur kjúklingur á ítalska vísu
- 23.4.2009 Lasagne með kotasælu
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
bjarkey
-
bjarnihardar
-
dofri
-
ellidiv
-
estersv
-
georg
-
gmaria
-
gretaulfs
-
gudnim
-
harhar33
-
hector
-
helgigunnars
-
jp
-
juljul
-
klossi
-
kolbrunerin
-
krutti
-
ktomm
-
liljabjork
-
lillagud
-
loathor
-
maggibraga
-
magnolie
-
magnusg
-
magosk
-
margith
-
mariaannakristjansdottir
-
neytendatalsmadur
-
omarpet
-
palmig
-
pandora
-
ranka
-
saelkeri
-
sax
-
sibbulina
-
siggagudna
-
siggith
-
skordalsbrynja
-
skulablogg
-
slembra
-
solir
-
steingerdur
-
sur
-
thrudur
-
tildators
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vestskafttenor
-
vga
-
zunzilla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.