Ekkert vesen

Bruschetta með graskeri, beikon og geitaosti

handa fjórum
4 sneiðar ítalskt brauð (með þykkri skorpu)
300 g graskerskjöt
100 g hálfþroskaður geitaostur (ruo cabra frá Millán Vincente í Surtido Gourmet ostabakka)
100 g beikon
1 hvítlauksgeiri
2 rósmárínstönglar
3 msk ólífuolía
salt og pipar

 

Hitið hvítlauksgeirann og rósmarínstönglana í olíunni í 3 mín. Bætið þá graskerinu (skornu í sneiðar) út á pönnu, saltið og piprið og steikið í ca. 5 mín við vægan hita. Hellið þar næst hálfri ausu af vatni út á pönnu og látið malla í ca. 10 mín. Takið pönnu af hellu. Ristið brauðið í ofni í 5 mín. Raðið svo graskerssneiðunum á brauðsneiðarnar og þar ofan á beikonsneiðum (skerið þær e.t.v. í tvennt). Dreyfið dálitlu af fersku rósmaríni yfir sneiðarnar og 2-3 geitaostklípum. Piprið og hitið í 3 mín. á grilli í ofni. Skoðaðu molann Bruschettur og glas af víni

 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Frábærar uppskriftir, hver á fætur annarri. Þú mátt alls ekki hætta núna, ég er oðrin ,,hooked"

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 11.2.2008 kl. 23:38

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Takk fyrir...kíki hér inn þegar mig langar í eitthvað gott....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 11.2.2008 kl. 23:47

3 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Það er gaman að þessu.

Guðjón H Finnbogason, 12.2.2008 kl. 00:10

4 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Ræðum það síðar.

Guðjón H Finnbogason, 12.2.2008 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband