Fljótlegt

Grísir í stíu

20 til 24 stk.:

20 - 24 kokkteilpylsur
1 þeytt egg til penslunar

Deig:
450 gr. hveiti
100 gr. smjörlíki
50 gr. ger
2 1/2 dl. vatn
1 tsk. sykur
1 tsk. salt

 

Bræðið smjörlíkið og hellið í skál. Hrærið vatni og geri saman við og bætið síðan salti, sykri og hveiti út í og hnoðið vel saman. Mótið þykka pylsu úr deiginu. Skerið það síðan í 20 til 24 bita og fletjið hvern bita með kökukefli þar til hann er orðin nógu langur til að hægt sé að rúlla kokkteilpylsu upp í hann. Rúllið pylsunum upp í deigbútana. Leggið pylsurnar á plötu með bökunarpappír; látið samskeytin vísa niður. Breiðið viskustykki yfir og látið deigið lyfta sér í hálftíma.

Forhitið ofninn í 200°C. Penslið deigið með egginu og bakið í ca. 15 mín. í miðjum ofninum. Berið fram með tómatsósu og sinnepi.

Hægt er að útbúa pylsurnar fyrirfram og baka í ofni eða á grilli þegar hentar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Er hægt að útbúa þetta fyrirfram og frysta. Er að fara halda upp á 40 ára afmæli í mai og er að hugsa um að hafa allskyns svona smárétti þá er sniðugt ef maður getur búið þá til þónokkuð áður :) Takk fyrir frábæra ´siðu

Guðborg Eyjólfsdóttir, 22.2.2008 kl. 05:35

2 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Það er hægt að vinna mikið fyrir framm.

Guðjón H Finnbogason, 23.2.2008 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband