Þetta er rauðvínið með lambinu.

Bolla Le Poiane Valpolicella Classico

Tegund: Rauðvín
Land: Ítalía
Hérað: Veneto
Svæði: Valpolicella Classico
Framleiðandi: Fratelli Bolla
Berjategund: Corvina Veronese , Corvinone , Molinara , Rondinella
Stærð: 75 cl
Verð: 1490 kr.
Sölustaðir: Sérverslun ÁTVR Heiðrún og Kringlunni

 

Le Poiane Valpolicella Classico DOC er enginn venjulegur Valpolicella. Vínþrúgurnar koma frá víngörðum á Valpolicella Classico svæðinu, nánar tiltekið í kringum Jago bæinn, en þaðan hafa alltaf bestu vínþrúgurnar í bestu Valpolicella vínin komið og einnig fyrir hið rúsínukennda Amarone. Víngerðin fer ekki eftir föstum reglum; hún fer meira eftir árferði og þrúgugæðum, víngerðarmaðurinn ákveður það hverju sinni.

Le Poiane er gert eftir Ripasso aðferðinni sem er fólgin í því að hýðið frá Amaroneþrúgunum sem notuð eru í samnefnt vín, er sett saman við ógerjaða vínberjasaft og þetta síðan látið gerjast saman. Útkoman er svo kröftugra og bragðmeira vín sem passar sérlega vel með nautasteikum, lambakjöti villibráð og þroskuðum ostum, en ekki síður ljósu kjöti s.s. kjúkling og svínakjöti. Vínið er gott til drykkju núna en getur geymst í 4-5 ár.

Valpolicella Classico Doc Le Poiane 1996 hlaut silfurverðlaun á "Challenge
International Du Vin", í Blaye - Bourg, Frakklandi árið 2000.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sæll Guðjón. Sjálfsagt hefði maður fyrir nokkrum árum notað sér t.d. um helgina núna, að prófa Le Poiane með steikinni, en það er liðin tíð. Þannig að ég nota einungis Íslenskt Vatn.  Kveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 21.2.2008 kl. 21:05

2 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sæll Þorkell.Það geri ég líka ég nota ekki vín hvorki með mat eða öðru.Ég nota heldur ekki mikið vín í mat,það er eiginlega gengið yfir þetta æði að það væri ekki hægt að elda neitt nema vera með vín í sósum ,desertum eða forréttum.

Guðjón H Finnbogason, 21.2.2008 kl. 21:35

3 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sæl Blue. Er ekki ríki á þínum slóðum?

Guðjón H Finnbogason, 21.2.2008 kl. 21:36

4 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Alltaf jafn spennandi að kíkja við hjá þér.

Er því miður ,,fötluð" þegar kemur að rauðvíni eins og hvað mér þykir það gott með góðum mat. Fárveikist ,,on the spot", láti ég það inn fyrir mínar varir. Engu að síður spennandi og fróðlegt

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 21.2.2008 kl. 21:52

5 identicon

Sæll Guðjón, ég kemst ekki inn á uppskriftasíðuna þína.... þannig að... ertu til í að gefa uppskriftina að steiktum saltfiski með humarsósu hér? 

Fyrirfram bestu þakkir..... og einnig fyrir mjög góð innlegg.  Kær kv. E.

Edda (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 04:16

6 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sæl Edda.Ég nota útflutningsfisk það eru hnakkastykki og tek þau í tvennt þannig að hver biti er fyrir einn,velti þessu upp úr hveiti og set á heita pönnu,ég nota bara smjör og ólifurolíu og þá saman,læt fiskinn brúnast vel fyrst roðmegin og krydda með svörtum pipar úr kvörn,set hann í eldfastmót eða mót sem má fara í ofn,risa hörpuskel þurrka hana vel og setur hana á heita pönnuna og lætur hana brúnast vel og standa í fimm mínúndur þá er hún til eins er með rækjurnar bara svissa þeim á pönnunni.Humarsósan.Þegar ég laga humarsósu þá nota ég skeljar og klær brenn þær í ofni með grænmeti og síð svo í potti í ca tvo tíma og bragðbæti þá soðið sem ég ætla að nota í sósuna,þetta á líka við humarsúpu,bragðbætt er með krafti,kryddi og koníaki en það verður þú að finna þig í það er bara þinn smekkur.Einfalt er að kaupa humarkraft í Hagkaup eða Nóatúni bara passa uppá að nota ekki of mikið af honum síðan er rjómi ómissandi í hvorutveggja og ekki spara hann.Sumir setja soldið hvítvín líka en það er smekksatriði.Grænmeti.Ég steiki grænmeti yfirleitt með mat þá nota ég púrru,papriku,rauðlauk,sveppi,eggaldin,gulrætur og í þennan rétt þá nota ég fenikel,og það sem þú tekur utan af fenilllinu má fara í humarsoðið eins og allur afskurður af grænmetinu.Ég vona að þú getir notað þetta ef eithvað vantar þá skrifar þú mér eins ef þig vantar aðrar uppskriftir,en ég komst inn á síðuna,endirinn er bryti.Njóttu svo vel.

Guðjón H Finnbogason, 23.2.2008 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband