Saltfiskur par excellence

Saltfiskur par excellence

Undanfarin ár hefur saltfiskneysla aukist á Íslandi. Þessi eðalafurð hefur verið færð til vegs og virðingar af matreiðslumönnum mörgum hverjum sem útbúa hvern réttinn örðum girnilegri úr saltfiski. Almenningur hefur svo tekið við sér í kjölfarið og er farinn að búa til ólíkustu rétti með saltfisk í aðalhlutverki. Hin frábæra matreiðslubók Seiðandi saltfiskur og þorskréttir þjóðanna lagði einnig sitt af mörkum í að "kynna" möguleika hins frábæra hráefnis sem þorskur er fyrir landsmönnum. En hver er ástæðan fyrir því að saltfiskneysla og þorskneysla alment hefur ekki verið meiri á Íslandi í gegnum tíðina? E.t.v. er hluti af skýringunni sú að alltaf var fyrst og fremst litið á þorskinn sem dýrmæta útflutningsvöru sem væri of "dýrmæt" til eigin neyslu. Ítölum, Frökkum og Spánverjum þykir það mjög skrýtið og nær ótrúlegt þegar þeim er sagt að Íslendingar kjósi yfirleitt ýsu framyfir þorsk. Englendingar hófu fyrstir veiðar við Íslandsstrendur, eða á 15. öld og þar á eftir fylgdu þjóðverjar, Hollendingar og þar næst Frakkar. Þessar þjóðir skildu ekki eftir sig neina hefð sem sagði til um hvernig matreiða skyldi fiskinn. Þær veiddu og fluttu fiskinn strax á burt. Árið 1780 lagast nú staðan aðeins (ekki út frá uppskriftasjónarmiði, heldur að þjóðin var ekki hlunnfarin eins lengur) þegar Íslendingar bindast verslunarbandalagi við Spán og þar með verður útflutningur á saltfiski að lífæð þjóðarinnar sem hún byggir afkomu sína á, allt fram að seinni heimsstyrjöld. Líklega hefur þessi mikla virðing fyrir saltfisknum sem gulls ígildi ollið því að hér skapaðist ekki hefð fyrir saltfiskneyslu. Staðan er hins vegar allt önnur í löndunm þar sem saltfiskur hefur verið fluttur inn öldum saman eins og í Portúgal. Þar eru aðstæður þannig (strönd landsins liggur við úthaf) að ekki er hentugt að stunda veiðar þar að vetri til og því eðlilegt að þar hafi skapast hefð fyrir að salta fisk sem látinn er endast allt árið. Þar, sem og í Frakklandi og á Spáni hefur skapast mikil saltfiskhefð og ógrynni uppskrifta er að finna þar sem saltfiskur kemur við sögu. Öll þessi lönd eru vitanlega miklar matarkistur og mikil ræktun í þeim og því af nógu að taka til að sjóða saman ólíkustu uppskiftir með saltfiski sem og öðru hráefni. Portúgal á þó metið og sagt er að þeir eigi eina saltfiskuppskrift fyrir hvern dag ársins.

 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég elska saltfisk..., þetta er frábært hráefni sem er kannski vanmetið, held að íslendingar hafi borðað yfir sig af saltfiski og hömsum hér á árum áður...það er hins vegar hægt að elda saltfisk á svo marga vegu....namm.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 23.2.2008 kl. 15:01

2 identicon

Hvernig væri nú að bjóða manni í saltfisk og skötu þegar maður kemur til landsins í mars?

Jakob (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 16:34

3 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Saltfiskur og skata alltaf á laugardögum og grjónagrautur.

Guðjón H Finnbogason, 23.2.2008 kl. 19:43

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll ég er af gamla skólanum vil helst saltfisk með hömsum. Ég fékk saltfiskrétt á Ítalíu fyrir nokkrum árum og ætlaði alveg að æla hann var svo ofboðslega vondur og það fannst öllum í ferðinni. Viss um það að þú átt ekki í vandræðum með að matreiða hann á lystilegan hátt ;) . Kveðja til þín Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 23.2.2008 kl. 22:00

5 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Ég var á Spáni í fyrra og fékk mér saltfiskrétt á hótelinu sem ég var á og hann var vondur.Mér finnst gaman að elda saltfisk það er hægt að gera svo margt gott úr honum,líka sjóða hann,kartöflur,rófur og hamsa,grjónagraut að Norskri uppskrift með rúsínum það fullkomnar þetta.

Guðjón H Finnbogason, 23.2.2008 kl. 22:22

6 Smámynd: Brynja skordal

Salfiskur er góður smakkaði rosalegan góðan salfiskrétt í Barcelona í vikunni nammi gott þeir fengu alveg 10 fyrir þann rétt

Brynja skordal, 23.2.2008 kl. 23:12

7 identicon

Sæll Guðjón.

Var að rekast inn á þessa síðu þína. Glæsileg síða, flottar uppskriftir, einmitt það sem hefur vantað, góðar mataruppskriftir.

Kveðja frá Eyjum.

Pétur Steingríms.

Pétur Steingríms. (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 00:23

8 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Flottur pistill og fróðlegur frændi.

Ég kunni nú ekki að meta saltfiskinn í gamla daga í uppvextinum en ósköp saknar maður hans nú í dag, það skal alveg viðurkennt.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.2.2008 kl. 01:16

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég borða nú minn saltfisk bara með kartöflum, smjöri og hömsum

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.2.2008 kl. 01:24

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Saltfiskur er herramannsmatur það hefur mer alltaf fundist. Þeir útvatna hann of mikið við Miðjarðarhafið. Ég a frábæra gríska uppskrift sem ég skelli kannske inn við tækifæri. Mer finnst hann líka góður soðinn með kartöflum. Sem barn valdi ég alltaf saltfisk ef ég mátti velja hvað yrði í matinn. Það var fyrir daga pizzunnar!! Prófaði að gera saltfiskvöfflurnar frá Dalvík, sniðugur forréttur en mig vantar réttu sósuna. Takk fyrir uppskriftina.

Hólmdís Hjartardóttir, 24.2.2008 kl. 03:06

11 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ég borða aldrei saltfisk,en ég veit að hann er herramanns matur.Í suðurlöndum er hann dýrari en lambakjöt,og alltaf hafður á borðum yfir hátíðar.Á Spáni er sá háttur á að á hátíðum er boðið uppá 3-4 aðalrétti fyrir utan forréttina,síðan kemur eftirrétturinn.

María Anna P Kristjánsdóttir, 24.2.2008 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband