Létt

Greipaldin- og avókadósalat með limesnittum

Uppskrift fyrir fjóra:

2 þroskaðir avókadó
2 tsk sítrónusafi
1 stórt greipaldin, afhýtt og skorið gróft
4 jólasalöt (belgískt salat), skolað, laufin aðskilin eða allt saxað gróft
2 tsk sykur

Salatsósa:

Hrærið saman eftirfarandi:

2 msk ólíuolía
½ tsk fljótandi hunang
½ tsk Dijonsinnep
salt og pipar
1 marinn hvítlauksgeiri

 

Skerið avókadó eftir endilöngu, fjarlægið steina og skerið eftir endilöngu í sneiðar og skerið avókadókjötið innan úr eða látið hvern og einn um það. Raðið á diska ásamt jólasalatinu, dreifið greipaldinbitum og ef vill rækjum yfir. Hellið salatsósunni jafnt yfir.

Berið gott brauð, e.t.v. snittubrauð fram með salatinu. Hugmynd: Skerið snittubrauð í langar skáhallar sneiðar, hitið augnablik á pönnu eða í ofni, þar til rétt stökkar og smyrjið sneiðarnar með linu smjöri sem safa úr hálfu lime hefur verið hrært saman við. Skerið út þunnar ræmur úr berkinum og komið 1-2 fyrir ofan á hverri snittu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Ótrúlega girnilegt, umm..........

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 24.2.2008 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband