Sunnudagur, 24. febrúar 2008
Sparnaður eða?
Hvað er verið að bjóða upp á í Háskólasjúkrahúsakerfinu,á LSH Hringbraut lagðist inn kona félaga míns í aðgerð,þetta er mjög erfið aðgerð og áhættusöm og fylgja þessu miklir verkir og þá líka lyfjagjafir.Það þurfti að flytja þennan sjúkling á aðra stofu semsagt að skipta um stofu og hjúkrunarfræðingurinn sem kom til hennar tjáði henni að hún hefði tvo kosti annar væri að fara á fjögra manna stofu enn hinn væri að fara á tveggja manna stofu með karlmanni.Ég hef aldrei heyrt svona fyrr að á sjúkrahúsi séu sjúklingum hópað svona saman,er þetta hluti sparnaðar,konan valdi að fara á fjötramanna stofu en að sjálfsögðu vildi hún vera á tveggja með þá annarri konu.Maður konunar hélt að þetta væri jók en svo var ekki því miður,hann gekk um ganginn til að athuga hvernig staðan væri á herbergjum og sá að nokkur herbergi væru tóm.Ég hef spurt fólk sem vinnur á LSH og enginn hefur látið sér detta svona í hug.
Nýjustu færslur
- 2.1.2014 Áramót
- 3.10.2011 Saltfiskur með ólífum, chilipipar og hvítlauk
- 15.10.2009 Innbakað lambafille með Duxelles
- 2.5.2009 Fylltur kjúklingur á ítalska vísu
- 23.4.2009 Lasagne með kotasælu
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
bjarkey
-
bjarnihardar
-
dofri
-
ellidiv
-
estersv
-
georg
-
gmaria
-
gretaulfs
-
gudnim
-
harhar33
-
hector
-
helgigunnars
-
jp
-
juljul
-
klossi
-
kolbrunerin
-
krutti
-
ktomm
-
liljabjork
-
lillagud
-
loathor
-
maggibraga
-
magnolie
-
magnusg
-
magosk
-
margith
-
mariaannakristjansdottir
-
neytendatalsmadur
-
omarpet
-
palmig
-
pandora
-
ranka
-
saelkeri
-
sax
-
sibbulina
-
siggagudna
-
siggith
-
skordalsbrynja
-
skulablogg
-
slembra
-
solir
-
steingerdur
-
sur
-
thrudur
-
tildators
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vestskafttenor
-
vga
-
zunzilla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svona nokkuð er nú bara ekki hægt. Að bjóða konu að deila herbergi með karlmanni og það á spítala. Fólk sem hefur gengist undir aðgerðir á spítala þarf auðvitað að fá góða umönnun og því þarf að líða vel til þess að ná bata. Þvílíkt virðingarleysi. Þetta þyrfti að fara til heilbrigðisráherra.
Steinunn Þórisdóttir, 24.2.2008 kl. 16:04
Móðir mín var tekin af lífi með vitlausri lyfgjöf sem ég samviskusamlega mataði hana með. Síðan þegar hún var dauða en lífi fór ég með hana á bráðamóttöku þar sem læknirinn trúði mér ekki að hún tæki þessi lyf. Læknirinn sem var afskaplega indæl kona, sagði að hún yrði að vera lengi hjá þeim til eiga nokkra von um að lifa þessa eitrun af. 2 dögum seinna var mér sagt að koma á sjúkrahúsið, ég hélt það væri læknaviðtal eða eitthvað. Nei síður en svo. Hún var komin á aðra deild og þar var fyrir annar læknir, (strákur í mínum augum) sem tilkynnti að þeir gætu ekkert gert meira fyrir hana hér og ég gæti tekið hana með heim. Ég neitaði og vitnaði í læknisins á bráðamóttökunni, en það sagði hann að hefði ekkert með málið að gera. Hann væri yfirlæknir þarna og ekki ég. Ég bað hann um skilríki sem sannaði að hann væri alvöru læknir. Þá sagði hann við hjúkku sem stóð þarna eins og þvara að hringja á sjúkrabíl og flytja mömmu heim. Og það gerðu þeir. Hún dó nokkrum vikum seinna. Hún hefði mín vegna mátt vera í 20 manna herbergi, bara að hún hefði fengið eftirlit sem ég kann ekkert á. Nú sit ég og líður eins og samsekur í manndrápi af gáleysi og reiður yfir engri þjónustu sem hefði getað bjargað lífi hennar.
Óskar Arnórsson, 24.2.2008 kl. 16:19
Maður er að heira sögur af allskonar málum í Heilbrigðiskerfinu okkar sem var á sínum tíma eitt það besta í heimi.Sjálfstæðisflokknum hefur verið í nöp við að þetta kerfi sé ríkisrekið og hafa gert allt til að lama það með ýmsum ráðum.Alþíðuflokkurinn vann að því án aðstoðar annarra flokka að koma almannatryggingakerfinu á og í marga ártugi gekk það vel en síðustu áratugi hefur allt þetta kerfi verið á niðurleið og það eru verk Sjálfstæðisflokksins og nú vill hann einkareka þetta kerfi og hvað þá.Hvað á maður að gera sem fær svona tiltal frá lækni að taka sjúkling heim og vita að hann hafi það betra á sjúkrastofnun,þeir vita að við neitum ekki,en þetta á að fara til Landlæknis.
Guðjón H Finnbogason, 24.2.2008 kl. 17:29
Ingibjörg Friðriksdóttir, 24.2.2008 kl. 19:34
Þetta er ljótt að heyra, en alls ekki einsdæmi. Hvar haldiði að þetta myndi enda ef þetta yrði einkarekið. Almáttugur minn, ætla rétt að vona að til þess muni aldrei koma. Við eigum að skapa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld eins og segir í einhverri auglýsingunni og þeim sem þurfa á læknishjálp að halda eiga að sjálfsögðu að fá hana, lítur út eins og þeir á lansanum hafi verið að þjappa í herbergi til að þurfa að labba minna. Hrikalegur þessi andskotans sparnaður og það á fáránlegum stöðum, ætti kannski frekar að skerða laun einhverra toppa. Kv Erna
Móðir, kona, sporðdreki:), 24.2.2008 kl. 20:22
Davíð foringi setti það á stefnuskrá sína að breyta hagkerfinu og einkavæða sem mest.
Til þess að fá stuðning notaði hann aðferðina sem við höfum öll orðið vör við að svelta heilbrigðiskerfið svo að á endanum færum við öll að kinka kolli og segja já einkavæðing getur ekki verið verri en ástandið sem er núna.
Einkavæðing er ekki svarið og það að svelta þessa grunnstoð hefur ábyggilega átt beinan og óbeinan þátt í fleiri dauðsföllum en okkur grunar.En svo má auðvitað bara slá mig út með að segja að ég hafi engar sannanir og allt það.
Gott og vel en ég stend við mitt og segi að sjálfstæðisflokkurinn hefur verið of lengi með mennta og heilbrigðismál á sinni könnu til að ég geti sgt annað en að þeir beri ábyrgð.
Margrét (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 22:02
Heilbrigðismálin hafa verið í höndum Framsóknarmanna, lengst af.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 24.2.2008 kl. 22:07
Ég hvet alla til þess að koma umkvörtunum á heilbrigðisþjónustuna til Landlæknis, því hann hefur það hlutverk með höndum að taka við slíku.
Hins vegar við ég sjálf sjá hér á landi Umboðsmann sjúklinga líkt og tíðkast annars staðar á Norðurlöndum.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 24.2.2008 kl. 23:55
Gmaría, kvarta við Landlækni, eins og það þýði eitthvað.
Halla Rut , 25.2.2008 kl. 22:34
Landlæknir fer huldu höfði í Reykjavík. Hvaða maður er svo óskaplega furðulegur að trampa á mest geggjuðu fíklum Reykjavíkur með því að rífa leyfin af þeim læknum sem NENNTU að eiga við þessa snarbrjáluðu fíkla! Það hefur verið reynt að drepa mig bara einu sinni á 20 ára vinnuferli út af misskilningi í fíkli! En Landlæknir munaði ekki um það að bjóða öllum snarbrjáluðustu fíklum bæjarins byrginn! Þessu myndi ég aldrei þora, fyrir utan hvað þetta er mikil hneysa fyrir hans embætti...Hann er dónalegur við mig alla veganna og ekki þekki ég hann neitt!! Ég er með eitt bréf af mörgum sem hann hefur svarað, annað var undirritað og játning á trúnaðarbresti samkv. Persónuverndarlögum, í hinu bréfinu var sagt að "þeir héldu að þetta væri ekki erindi sem ætti við Landlæknisembættið". Ég bað þá um að lesa eigin heimasíðu og hef ekkertsvar fengið síðan. Málið er nú hjá Ráðuneyti og saksóknara! Talaði við Ráðuneyti síðast í dag. Ástæðan fyrir því að ég kom til Íslands eru dauðsföll innan minnar fjölskyldu, og Landlæknir hefur bara ekki fengið að kynnast mér persónulega, því miður. Mig langa svo mikið á fund með honum, en er alltaf vísað á einhvern annann. Miklir menn eru ekkert að setja sig inn í smámál smælingja....
Óskar Arnórsson, 26.2.2008 kl. 06:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.