Ýsa

Ýsa með appelsínu og kóríander

Eldunartími: 25 mín

  • 800.0 g ýsa , 8 x 100g roð og beinlausir ýsubitar
  • 2.0 msk hveiti
  •   salt
  •   svartur pipar , úr kvörn
  • 1.0 msk sesamfræ
  • 2.0 msk Kóríander , steytt kóríander eða duft
  • 1.0 Stk. appelsína , fínt rifinn börkur og safi úr 1 appelsínu
  • 200.0 g smjör
  • 1.0 msk ólífuolía
  • 3.0 dl Fiskisoð , eða vatn og teningur
  • 1.0 tsk. Maisena mjöl
  • 2.0 msk vatn , kalt
  • 0.5 dl rjómi

Leiðbeiningar

Matreiðsla: Blandið saman hveiti, salti, pipar, sesamfræjum, kóríander og berkinum. Stráið yfir allar hliðar á fisknum og steikið við vægan hita á pönnu uns fallega brúnaður. Haldið heitum í ofni meðan sósan er löguð á pönnunni. Sósa: Setjið fisksoðið og appelsínusafann á pönnuna og sjóðið niður um helming. Bætið rjómanum út í og þykkið með maisenamjölinu úthrærðu í vatninu. Smakkið sósuna til með salti og pipar. Framreiðsla: Berið fram með soðnum hrísgrjónum og snöggsoðnum belgbaunum. Athugið: Gæta verður þess að hræra duglega í þegar maisenablandan fer út í því annars kekkist sósan.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband