Kálfasteik

Veisla í vikulokin - Vitello tonnato

handa þremur til fjórum

700 g kálfafillet
1/2 l þurrt hvítvín
salt og pipar
2 lárviðarlauf
2 sellerístönglar
1 hvítlauksgeiri
2 eggjarauður
safi úr 1 sítrónu
200 g túnfiskur í olíu (Callipo)
2 fínhökkuð ansjósuflök
2 msk kapers

 

Snöggsteikið kjötið í heilu lagi í djúpri pönnu í sjóðheitri ólífuolíu. Hellið hvítvíni yfir, bætið sellerí og hvítlauk saman við, saltið og piprið og látið malla í 50 mín. Kælið. Útbúið majónessósu úr eggjarauðunum, sítrónusafa og ögn af ólífuolíu. Blandið ansjósum, túnfiski (án olíu) og kapers saman við í gegnum sigti. Hrærið öllu vel saman þar til úr verður jöfn og mjúk blanda. Skerið kjötið í þunnar sneiðar og raðið á flata diska eða bakka, smyrjið túnfiskmajónesinu yfir kjötið og geymið í kæli í a.m.k. 2-3 tíma.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 133136

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband