MMMMMMMM þetta er gott

Kartöflusalat með chorizo

fyrir 4
8 meðalstórar kartöflur
1/2 El Pozo chorizo kryddpylsa skorin í teninga
2-3 vorlaukar
1/2 bolli grænar frosnar baunir
1/2 krukka Saclà grilluð rauð paprika (olía síuð frá)
5-6 msk (eða e.smekk) Newman´s Own Balsamic vinaigrette salatsósa

 

Sjóðið kartöflurnar, afhýðið og skerið í sneiðar. Yljið chorizobitana í millitínni á teflonpönnu (í engri fitu), og ristið ögn (passið að brenni ekki). Komið þeim fyrir á eldhúpappír og þerrið af mestu fitu. Sjóðið baunirnar í öðrum potti um leið og kartöflurnar þar til "al dente". Saxið ljósa hluta vorlauksins niður smátt. Skerið paprikuna niður í ræmur. Komið kartöflusneiðum fyrir á diskum og dreyfið chorizo, baunum og paprikusneiðum yfir. Hristið vel upp í salatsósuflösku og hellið sem samsvarar 5-6 msk af sósu í litla skál og blandið söxuðum vorlauknum saman við. Dreypið Newman´s Own salatsósunni ásamt vorlauknum yfir kartöflusalatið og berið fram volgt.

*Í stað chorizo má nota ristaða beikonbita, ristaða peperonipylsubita eða grillaða vínarpylsubita. 

 

Undirbúningstími: innan við 10 mínútur

 

Eldunartími: 20-25 mínútur

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta virkar ljúffengt! Þetta verður prófað á næstunni! Takk fyrir allar þessar fínu uppskriftir :-)

JOG

Jon Oddur Gudmundsson (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband