Laugardagur, 8. mars 2008
Fylltar kartöflukrókettur
![]() 2 egg hnefafylli nýrifinn parmesanostur ögn af múskat salt saxað 2 msk saxað ferskt basil, kóríander eða steinselja Ragúfylling Fylling: 400 g magurt svínahakk eða blandað kálfa og svína 1/2 laukur 2 saxaðir hvítlauksgeirar 1 gulrót smátt skorin 2 saxaðir sellerístönglar 1 msk jómfrúrólífuolía 1 lítið glas af þurru hvítvíni 250 g tómatar í dós (Cirio) 2 msk tómatpuré salt og pipar óriganó 1 bolli kjötkraftur hnefafylli grænar baunir (ferskar eða frystar)Má sleppa. ca 3/4 l matarolía til að steikja upp úr (t.d. sólblóma eða jarðhnetuolía) egg og raspur til að velta krókettum upp úr Sjóðið kartöflurnar "al dente" í söltu vatni (grófu salti), semsagt þannig séu stökkar, en samt auðvelt að stappa þær. Flysjið kartöflurnar og stappið. Hrærið eggjum, osti og kryddi saman við og kælið. Fylling: Búið ragúfyllingu til daginn áður og geymið í kæli. lok suðutíma. Ragúsósan skal vera mjög þurr (ólíkt því er um pastasósu er að ræða), því annars lekur fyllingin út úr kartöflukúlunum. Yljið grænmetið í olíu í potti ásamt hakkinu. Hellið víni saman við og hrærið vel. Er vínið hefur gufað upp, bætið þá tómötum og puré saman við ásamt kryddi. Látið malla í a.m.k. 1 klst (eða þar til nær allur vökvi hefur gufað upp). Bætið baunum út í við lok suðutíma. Hnoðið aflanga bolta úr köldu kartöflufarsinu og þjappið vel saman. Borið gat inn í kúluna með tveimur fingrum og víkkið út til hliðanna eins og mögulegt er (haldið með hini hendinni vel um kúluna). Troðið varlega eins miklu og hægt er af kjötfyllingu inn í kartöflukróketturnar. Lokið fyrir gat, þjappið og þrýstið kúlum vel saman, veltið upp úr eggi og þá dálitlum raspi og steikið í dágóðum skammti af olíu 3/4 l ca. *Þeir sem ekki nenna að búa til kúlar geta gert Gateau di patate eða kartöfluköku í eldföstu formi. Formið er smurt að innan og síðan er raðað til skiptis lagi af kartöflumauki og ragú og einni e.t.v. settir ostbitar og nokkrir sveppir ef vill. Efst skal vera kartöflulag. Dreypið dálítilli olíu yfir og bakið við 175 gr. þar til yfirbragð kökunnar er stökkt og gyllt (ca. 20 mín.) ![]() Undirbúningstími: innan við 1 klst. Eldunartími: innan við 2 klst. |
Nýjustu færslur
- 2.1.2014 Áramót
- 3.10.2011 Saltfiskur með ólífum, chilipipar og hvítlauk
- 15.10.2009 Innbakað lambafille með Duxelles
- 2.5.2009 Fylltur kjúklingur á ítalska vísu
- 23.4.2009 Lasagne með kotasælu
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
bjarkey
-
bjarnihardar
-
dofri
-
ellidiv
-
estersv
-
georg
-
gmaria
-
gretaulfs
-
gudnim
-
harhar33
-
hector
-
helgigunnars
-
jp
-
juljul
-
klossi
-
kolbrunerin
-
krutti
-
ktomm
-
liljabjork
-
lillagud
-
loathor
-
maggibraga
-
magnolie
-
magnusg
-
magosk
-
margith
-
mariaannakristjansdottir
-
neytendatalsmadur
-
omarpet
-
palmig
-
pandora
-
ranka
-
saelkeri
-
sax
-
sibbulina
-
siggagudna
-
siggith
-
skordalsbrynja
-
skulablogg
-
slembra
-
solir
-
steingerdur
-
sur
-
thrudur
-
tildators
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vestskafttenor
-
vga
-
zunzilla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er spennandi frændi en svolitið tilstand að manni sýnist.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 8.3.2008 kl. 23:52
Alveg þess virði að standa í þessari matseld, sýnist mér. Girnilega lítur það út
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 9.3.2008 kl. 01:37
Þetta verður prófað í kvöld, takk fyrir
En segðu mér, mér finnst endilega að það hafi unnið einhver Blöndal upp í Rauðhólum, átti hún heima kannski á Miklubrautinni?
Ingibjörg Friðriksdóttir, 9.3.2008 kl. 13:25
Frú Blöndal hét Vigdís Blöndal og sá um Heimavistina í Laugarnesskólanum,hún vann mikið með krakka frá illa stæðum heimilum,frábær kona en mjög ströng.Ég stundaði nám í Laugarnesskólanum allan minn skóla,en var ekki í heimavist,hún ól líka upp barnabarn sitt Vignir Benidiktsson en hann er látinn.
Guðjón H Finnbogason, 9.3.2008 kl. 16:12
Frænka maður á að hafa fyrir því að elda og vera natin í eldamenskunni.
Það er rétt hjá Guðrúnu að þessi réttur er þess virði.
Guðjón H Finnbogason, 9.3.2008 kl. 16:15
Matreiðsla er list, rétt hjá þér, og því miður er ég ekki svoona góður listamaður eins og þú, ég er betri í að borða þetta (er það ekki list líka) híhí jú jú ég mun taka mig til að prófa þessa rétti nammi nammi namm!!!!
takk*
G Antonia, 9.3.2008 kl. 20:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.