Sunnudagur, 9. mars 2008
Heitur brauðréttur með Parmaskinku, aspas og spínati

1 lítill brauðhleifur með góðri skorpu, fjarlægið endana og skerið brauðið í 4 þykkar sneiðar
300 gr. aspas, niðurskorinn (aftasti harði hluti fjarlægður)
300 gr. spínat, niðurskorið
125 gr. Fiorucci Parmaskinka
50 gr. rifinn ostur
4 egg
1/4 tsk. salt
1/8 tsk. nýmalaður svartur pipar
Forhitið ofninn í 230°C. Setjið brauðið á plötu með bökunarpappír og ristið í ofninum, snúið einu sinni við, þar til ljósbrúnt að lit, ca. 5 mín. allt í allt. Setjið brauðið í eldfast mót.
Á meðan sjóðið aspasinn þar til hann verður mjúkur, um 5 mín. Skolið aspasinn síðan í köldu vatni og þerrið.
Búið til "holu" með fingrunum í miðju hverrar brauðsneiðar. Setjið eina eða tvær sneiðar af Parmaskinku á barma holunnar. Geymið 2 msk. af rifna ostinum. Skiptið afgangnum af ostinum á milli brauðsneiðanna, setjið hann í miðju hverrar "holu". Setjið spínatið ofan á ostinn og síðan aspasinn ofan á spínatið. Brjótið egg í lítinn disk. Hellið því varlega ofan á spínatið. Endurtakið með eggin sem eftir eru. Kryddið eggin með salti og pipar. Stráið afgangnum af ostinum yfir. Hyljið eldfasta mótið og bakið í ofni í 10 til 15 mín.

Undirbúningstími: 10 til 15 mínútur
Eldunartími: innan við 30 mínútur
Nýjustu færslur
- 2.1.2014 Áramót
- 3.10.2011 Saltfiskur með ólífum, chilipipar og hvítlauk
- 15.10.2009 Innbakað lambafille með Duxelles
- 2.5.2009 Fylltur kjúklingur á ítalska vísu
- 23.4.2009 Lasagne með kotasælu
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
bjarkey
-
bjarnihardar
-
dofri
-
ellidiv
-
estersv
-
georg
-
gmaria
-
gretaulfs
-
gudnim
-
harhar33
-
hector
-
helgigunnars
-
jp
-
juljul
-
klossi
-
kolbrunerin
-
krutti
-
ktomm
-
liljabjork
-
lillagud
-
loathor
-
maggibraga
-
magnolie
-
magnusg
-
magosk
-
margith
-
mariaannakristjansdottir
-
neytendatalsmadur
-
omarpet
-
palmig
-
pandora
-
ranka
-
saelkeri
-
sax
-
sibbulina
-
siggagudna
-
siggith
-
skordalsbrynja
-
skulablogg
-
slembra
-
solir
-
steingerdur
-
sur
-
thrudur
-
tildators
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vestskafttenor
-
vga
-
zunzilla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.