Penne með ítölskum tómötum og fersku basil

Uppskrift fyrir fjóra:

500 gr. ferskt penne frá Rana
1 dós (400 gr.) Cirio ítalskir tómatar
1 hvítlaukgeiri, niður saxaður
2 msk. Extra Virgin ólífuolía, t.d. frá Carapelli
10 lauf af ferskri basiliku, lítil blöð
Vænn skammtur af þurrkaðri basiliku

 

Sjóðið vatn í potti, fyrir pastað. Ath. að alltaf á að láta vatnið sjóða áður en pastað er sett út í.

Mýkið hvítlaukinn í ólífuolíu á pönnu. Bætið við tómötunum, hrærið saman og kryddið eftir smekk. Sjóðið sósuna í u.þ.b. 10 mínútur, með því að hræra stöðugt í. Bætið fersku basilikunni saman við rétt áður en sósan er borin fram, ásamt vænum skammti af þurrkaðri basiliku.

Sjóðið pasta í potti, saltið vatnið með saltflögum (t.d. Maldon sea salt), sjóðið
Penne þar til "al dente". Sigtið pastað og blandið saman við sósuna í skál. Gott getur verið að blanda dálítilli ólíufuolíu yfir réttinn rétt undir lokin, til frekari bragðauka. Gefið kost á að setja parmesan ost út á diskinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband