Auðveldar pönnukökur

10-14 pönnukökur:

110 gr. hveiti
2 stór egg
200 ml. mjólk blandað saman við 75 ml. af vatni
50 gr. smjör
Smá salt

 

Sigtið hveitið og saltið í stóra skál. Búið til holu í miðju hveitisins og setjið eggin ofan í hana. Byrjið að hræra eggin saman og takið smám saman hveitið með. Á meðan verið er að hræra, hellið smám saman mjólkurblöndunni út í. Hrærið deigið þar til það er orðið mjúkt og kekkjalaust. Bræðið smjörið á pönnu. Setjið 2 msk. af bráðnu smjörinu út í deigið og hrærið því saman við. Hellið afgangnum af smjörinu í litla skál og notið sem olíu á pönnuna. Hitið pönnuna við háan hita, lækkið hitann síðan niður í miðlungshita. Ausið deigi á pönnuna. Hallið pönnunni til og frá svo deigið dreifist jafnt um hana. Pönnukakan ætti að steikjast á hliðinni á um hálfri mín. Þegar pönnukakan er steikt (gyllt að lit), snúið henni við og steikið hina hliðina. Það ætti einungis að taka nokkrar sek. Þegar pönnukakan er tilbúin setjið hana á disk. Steikið pönnukökur úr öllu deiginu og berið fram með t.d. sykri, sultu og rjóma.

 

Undirbúningstími: 10 mínútur

 

Eldunartími: 10-15 mín. f. allar kökur

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Það skyldi þó aldrei verða að mér takist að baka skammlaust pönnukökur einn góðan veðurdaginn

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 14.3.2008 kl. 00:00

2 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Pönnukökur eru bara góðar og altaf í öllum tilefnum.

Guðjón H Finnbogason, 14.3.2008 kl. 13:10

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég nota alltaf lyftiduft og matarsóda í pönnukökurnar mínar og smá vanilludropa líka, en ég nota ekki salt frekar eina matskeið af sykri í deigið, svo nota ég léttmjólk.  Kveðja Jóna Kolla

Ps. ég er atvinnumanneskja og baka alltaf á tveimur pönnum

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.3.2008 kl. 03:12

4 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Ég hef gert það líka lærði það af móður minni.Þegar maður þarf að baka fyrir marga dugar ekki að nota tvær því þjálfaði ég mig í að nota þrjár og það er lítið mál en það er bara ein hella hjá mér.

Guðjón H Finnbogason, 15.3.2008 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband