Riccadonna Asti

Tegund: Freyðivín
Land: Ítalía
Hérað: Piemonte
Svæði: Asti
Framleiðandi: Riccadonna
Berjategund: Moscato
Stærð: 75 cl
Verð: 890 kr.
Sölustaðir: Allar verslanir ÁTVR

 

Hörgult með fínlegurm loftbólum. Ilmur af muskati og ávexti. Létt, ávaxtaríkt, freyðir vel, örlítið kryddað en í góðu jafnvægi. Nokkuð sætt. Riccadonna er frábært vín sem er mjög aðgengilegt og hentar við öll tækifæri. Nýtur sín best kælt 6-8°C og er gott sem fordrykkur og einnig sem eftirréttavín.

Ath. Riccadonna Asti Spumanti er ekki eins sætt og mörg Asti vín. Vandað og gott freyðivín.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Besta freyðivín sem ég hef smakkað er Asti Gancia...Það var miklu betra en Bollinger kampavínið sem ég fékk gefins um aldarmótin.  Svo skemmir ekki að það er hræódýrt   Kveðja Jóna Kolla

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.3.2008 kl. 02:25

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Guðjón! Ég hef ekkert vit á matreiðslu svo ég er algjörlega óhæfur að kommentera bloggin þín. Kíki á þau samt. asskoti ertu góður í þessu!

Persónulega langar til að læra undirstöðuatriði í matreiðslu svo ég geti bjargað mér einn þegar frúin er í burtu.  'Eg var messagutti á Ægi þegar ég var strákur þegar Guðmundu Kjærnesteð var skipherra.  Gat ristað brauð á réttum tíma og er þá upptalin þekking mín á þessu sviði nema microofns matur sem ég kann á með tilbúnum réttum.

Var reyndar yfirmannamessi á Ægi vegna þess að ég var viljugur og fylgdist vel með og er ágætur að taka leiðsögn og þjóna öðrum. Er þjónustusamur í eðli mínu.

Ertu nokkuð að kenna matreiðslu einhversstaðar? Bara forvitni....ég veit að matreiðsla er listgrein og það er keppt í henni. En það er vafamál hvort ég verði nokkurntíma annað en áhorfandi að þessu. hef ætlað lengi á eitthvað námskeið í matreiðslu, en aldrei þorað, mest vegna feimni held ég... 

Óskar Arnórsson, 14.3.2008 kl. 04:34

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Oftast kaupi ég Freixenet Cava..en þetta hef ég keypt og þótti gott.

Hólmdís Hjartardóttir, 14.3.2008 kl. 10:58

4 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Óskar minn þú ættir að kíkja við einhvern tíma í sumar þegar ég er á ÆGIR og sjá breytingarnar ég fer á hann 9.júní.

Jóna mín þetta er þitt fag vínið þú meðhöndlar það á hverjum degi eins og ég matinn.

Hólmdís mín mér finst þetta bölvað ropvatn þetta Freyði og Kampavín,Romm er eðaldrykkur

Guðjón H Finnbogason, 14.3.2008 kl. 12:26

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Takk fyrir boðið Guðjón minn!. já, það verður gaman að sjá breytingarnar svo sannarlega..

Óskar Arnórsson, 14.3.2008 kl. 12:34

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hm langt síðan ég hef keypt romm. En ég skoðaði bacardi verksmiðju á Puerto Rico og lærði að meta dökkt romm. Drakk Pina Colada í húsinu þar sem það var fyrst blandað. Cava þykir mér gott og fylgir sparileg stemning að opna flösku...

Hólmdís Hjartardóttir, 14.3.2008 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband