Föstudagur, 14. mars 2008
Dagur er með haghvæmustu leiðina í almenningssamgöngum
Dagur segir borgarstjóra hafa frestað tillögu frá meirihluta
Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar segir að Ólafur F. Magnússon borgarstjóri hafi farið fram á frestun á sameiginlegri tillögu allra borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Tillagan gekk út á að kanna hagkvæmni þess og fýsileika að koma á lestarsamgöngum milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur og léttlestakerfi í Reykjavík.
Gísli Marteinn Baldursson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í Borgarráði vill ekki segja hver fór fram á frestunina og segir að Dagur eigi ekki að tjá sig um hvað einstakir menn í borgarráði geri á fundum.Til nokkurra orðaskipta kom um málið en nánast er óþekkt að borgarstjóri fresti undirbúinni tillögu eigin félaga í meirihluta á fundum borgarráðs," segir Dagur í tölvuskeyti sem hann sendi Vísi. Dagur segir að upphaf málsins megi rekja til tillögu minnihlutans um könnun á lestarsamgöngum sem kom í kjölfar niðurstaðinnar hugmyndasamkeppni um heildarskipulag Vatnsmýrarinnar og var lögð fram í borgarráði 21. febrúar síðastliðinn.
Dagur segir að í borgarráði í gær hafi verið lögð fram jákvæð umsögn umhverfis- og samgönguráðs um þá tillögu ásamt því að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins gerðu hana að sinni," bætir hann við. Ennfremur segist Dagur hafa fært borgarráði kveðjur samgönguráðherra sem er jákvæður fyrir samstarfi um málið og því að deila kostnaði til helminga við úttektina. Verður fróðlegt í meira lagi að fylgjast með hvort frestun borgarstjóra á málinu hafi eitthvað að segja."
Það var nú bara þannig að við ætlum að skoða þetta aðeins betur," segir Gísli Marteinn Baldursson, Sjálfstæðisflokki í samtali við Vísi. Hann vill ekki segja hver hafi farið fram á frestunina og segir að Dagur eigi ekki að tjá sig um hvað einstakir menn segja á borgarráðsfundum. Það voru einhverjir sem vildu skoða þetta betur, hvort um væri að ræða raunhæfa kostnaðaráætlun og þar fram eftir götunum."
Ég er áhugasamur um að menn skoði þetta vel og við sjáum hvað kemur út úr þessari könnun," segir Gísli og vill ekki gangast við því að Sjálfstæðismenn hafi gert hugmynd minnihlutans að sinni. Þetta er bara byggt á tillögu þeirra sem var vísað til umhverfis- og samgöngusviðs og var tekið þar til umfjöllunnar," segir Gísli og bætir við: Það er framfarasinnað fólk í öllum flokkum sem hefur áhuga á þessu máli."
Nýjustu færslur
- 2.1.2014 Áramót
- 3.10.2011 Saltfiskur með ólífum, chilipipar og hvítlauk
- 15.10.2009 Innbakað lambafille með Duxelles
- 2.5.2009 Fylltur kjúklingur á ítalska vísu
- 23.4.2009 Lasagne með kotasælu
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
bjarkey
-
bjarnihardar
-
dofri
-
ellidiv
-
estersv
-
georg
-
gmaria
-
gretaulfs
-
gudnim
-
harhar33
-
hector
-
helgigunnars
-
jp
-
juljul
-
klossi
-
kolbrunerin
-
krutti
-
ktomm
-
liljabjork
-
lillagud
-
loathor
-
maggibraga
-
magnolie
-
magnusg
-
magosk
-
margith
-
mariaannakristjansdottir
-
neytendatalsmadur
-
omarpet
-
palmig
-
pandora
-
ranka
-
saelkeri
-
sax
-
sibbulina
-
siggagudna
-
siggith
-
skordalsbrynja
-
skulablogg
-
slembra
-
solir
-
steingerdur
-
sur
-
thrudur
-
tildators
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vestskafttenor
-
vga
-
zunzilla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Leynidr galla og brestir koma alltaf upp á yfirborðið, fyrr eða síðar
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 14.3.2008 kl. 21:48
Sæll frændi.
Já borgarstjórnarmálin taka á sig ýmsar myndir ekki sist þegar annar hver maður hefur gengt embætti borgarstjóra smá tíma he he....
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 14.3.2008 kl. 23:30
Það er vel að það er samstíga áhugi allra flokka um bættar samgöngur hér á landi og þá sér í lagi fyrir suðvestur horn landsins. Ekki veit ég hvað kom skyndilega upp á hjá Ólafi F. Magnússyni núna á 11 stundu nema þá að mig grunar að þær fréttir sem dunið hafa á fjölmiðlum síðustu 2 dagana séu að undirlægi Sjálfstæðismanna sem hafa þá líklega alveg gleymt að láta umræddan Ólaf vita.
Lesa má áhugaverða umræðu hér um málið:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/474061/
Svo er annað, gæti verið að ákveðin stór flokkur sé klofin í afstöðu sinni til málsins, en Mbl þegir þunnu hljóði um málið - hvernig sem á því stendur.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 15.3.2008 kl. 08:21
Komdu sæll. Í herinskilni sagt gef ég lítið fyrir kjaftæði Dags. Hann sat í borgarstjórn í meirihluta í tólf ár minnir mig og sá meirihluti gerði ekkert annað en að eyðileggja almenningssamgöngur höfuðborgarsvæðisins. Með þessa vesalingsa manneskju Lilju Ólafsdóttur í farabroddi. Þvílíkt niðurrif. Var tildneyddur til þess að kaupa mér bíl og því miður ekki losnað við hann síðan. NIÐUR MEÐ SAMFYLKINGUNA! Með beztu kveðju.
bumba (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 12:45
Ég er hræddur um að Sjálfstæðisflokkurinn komi ekki hreint fram við Ólaf,ég hef ekki mikla trú á flokknum né þeim aðferðum sem hann beitir til að koma sínum mönnum að á ýmsum stöðum.
Meira af Sjálfstæðisflokknum.Hvað er Heilbrigðisráðherra að fara hann rak Alfreð Þorsteinsson og réði flokkssystur sína til að taka við af honum og auka kostnaðinn við hönnunar hlutverlið í heild sinni um fjölmargar miljónir,núna vantar einhvern flokksbróðir vinnu og þá er forstjóri LHS látinn hætta,það verður spennandi að sjá hver verður ráðinn þar ætli það verði ekki einhver sem ekki getur orðið Sendiherra.
Guðjón H Finnbogason, 15.3.2008 kl. 15:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.