Morgunverðar Tacos

Uppskrift fyrir sex:

180 gr. pylsur, niðurskornar
8 egg, létt hrærð
12 Santa Maria Taco skeljar
200 gr. rifinn ostur
400 gr. tómatar, niðurskornir
400 gr. græn paprika, niðurskorin
1 krukka Santa Maria Chunky salsasósa
1 msk. smjör

 

Steikið pylsurnar á pönnu þar til þær eru steiktar í gegn. Takið þær af pönnunni og haldið heitum.

Bræðið smjörið á pönnu við miðlungshita. Bætið eggjablöndunni út á; steikið í 3 til 4 mín., hrærið stanslaust í á meðan.

Hitið Taco skeljarnar samkvæmt leiðbeiningunum á umbúðunum.

Fyllið Taco skeljarnar með pylsum og eggjum. Setjið síðan ost, tómata, papriku og salsasósu ofan á. Berið fram strax.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Hljómar vel :)

Guðborg Eyjólfsdóttir, 17.3.2008 kl. 23:41

2 Smámynd: Alexandra Guðný Guðnadóttir

úff hvað ég fæ alltaf vatn í munin þegar ég skoða síðuna þína nammi namm koss og knús Allý

Alexandra Guðný Guðnadóttir, 18.3.2008 kl. 00:03

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll frændi.

Það er alltaf jafn spennandi að kíkja á uppskriftirnar hjá þér.

Ég var annars sjálf í morgun í kennslustund við kransakökubakstur með vinkonu minni, einu sinni er allt fyrst , þó seint sé.... he he..

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 18.3.2008 kl. 00:15

4 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sælar og blessaðar.Maður lærir svo lengi sem maður lifir,ég fer eftir páska á námskeið í smurbrauði og ég hef áhuga að fara á kransakökunámskeið,maður getur alltaf aukið við sig í þessu.

Guðjón H Finnbogason, 18.3.2008 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband