Starfsfólk sjúkrahúsa vinnur sína vinnu af hugsjón

   

Ég er búinn að vera heima síðan um miðjan desember vegna bakveiki ég fór fyrst í uppskurð 2003 og aftur 2006 en varð ekki góður því í bæði skiptin fór ég of fljótt að vinna.Í febrúar sl. Var ég svo skorinn í þriðja sinn og var það frekar mikil aðgerð og ég hef aldrei verið svo mikið verkjaður þegar ég vakna aftur eftir aðgerð,en þeir stóðu ekki lengi yfir þessir verkir og þegar þeir fóru þá fann ég að verkirnir sem höfðu hrjáð mig í ein fimm ár í fótunum voru líka farnir og það var alveg yndislegt að finna ekki verki í fótunum.Ég var í sólahring á spítalanum og fékk frábæra þjónustu sem er stofnunni til mikils sóma þetta var á deild 6 Heila og Tauga skurðdeilf í Fossvogi og er ég þakklátur Aroni Björnssyni og hans starfsfólki. Þegar ég hafði verið heima í þrjár vikur þá var hringt frá Frumherja og sagt að það kæmi maður að skipta um rafmagnsmæla og bara gott með það svo kom maðurinn og ég fór með honum niður í kjallara en leiðin þangað er utandyra og snjór í tröppunum og ég á inniskóm og það var bara á næsta palli sem ég rann fæturnir upp og ég niður á bakið og rann niður nokkrar tröppur og auðvitað verkjaði í bakið en fæturnir sluppu og þetta jafnaði sig og læknirinn sagði að það ætti að vera í lagi bað mig samt um að vera ekki mikið að hreifa mig í hálkunni,en ég þarf að labba þannig að ég fór í Hreyfingu og keypti mér kort og fer þangað og geng á brettinu og skíðavélinni og potast þannig eitt hænufet en finn að ég styrkist vel og vona að ég komist út á sjó í maí,en of snemma ætla ég ekki því mig langar ekki til að verða öryrki út af þessu.Ég vona nú að það fari að vora og hlýna það er búið að vera gott veður undanfarna daga og spáir vel um páska.En svona er nú saga mín í hnotskurn og ástæða þess að ég sé heima en ekki á sjó.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, já tek undir með baulinu hér að framan. Farðu vel með þig. kveðja úr sólinni

Halldór (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 22:58

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Úff það er sko ekkert grín að fást við bæklað bak, þekki það sjálf, reyndar hjálpa uppskurðir mér ekkert en hugsanlegt að sprautur slái á eitthvað....þú vonandi hressist þannig að þú getir farið aftur að vinna, bestu kveðjur.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 18.3.2008 kl. 23:30

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Það borgar sig nú aldeilis Guðjón að gefa sér tíma til að ná sér, en þetta er án efa mikið samspil af þvi að hreyfa sig nægilega og passa sig samtímis.

gangi þér vel.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.3.2008 kl. 00:30

4 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Það hefur gengið á ýmsu sé ég. Engin spurngin um að fara varlega eftir svona mikið inngrip. Mikið í húfi.

Tek undir með þér varðandi veður og færð. Þetta fer að verða ágætt og nóg komið í bili

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 19.3.2008 kl. 00:30

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hef líka lent í því að detta í tröppum í hálku á inniskónum, þá fékk ég samfallsbrot á milli 5 og 6 hryggjarliða ofanfrá.  Ég hef aldrei jafnað mig á því og er bakveik í dag

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.3.2008 kl. 01:04

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Gefðu þér þann tíma sem þú þarft til að ná þér. Það er ekki þess virði að fara of snemma af stað. Gangi þér vel.

Hólmdís Hjartardóttir, 19.3.2008 kl. 01:58

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Gangi þér allt i hagin Guðjón,vona að baitn verði varanlegur/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 19.3.2008 kl. 10:24

8 Smámynd: Brynja skordal

Farðu vel með þig og Gleðilega páska

Brynja skordal, 19.3.2008 kl. 12:19

9 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Ég þakka innilega fyrir hlýjar kveðjur og baraóskir.

Guðjón H Finnbogason, 19.3.2008 kl. 12:53

10 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll frændi, já ég vona að þú náir þér, því menn geta ekki komið á gosloka hátíð með laskað bak það er á hreinu, kom baulið í litlabróðir þér spánskt fyrir sjónir. Jæja kall láttu þér batna fyrir vorið, bið að heilsa í bili, kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 19.3.2008 kl. 13:19

11 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sæll frændi.Eru goslokin fyrstu helgina í júlí ég man þetta aldrei.Ertu að meina Dóra ef svo er þá á ég eftir að hitta hann á Spáni.Ég potast eitt hænufet á dag og það er gott ég tek bara einn dag í einu í þessu eins og öðru.

Guðjón H Finnbogason, 19.3.2008 kl. 15:28

12 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Láttu þér batna

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 19.3.2008 kl. 18:03

13 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Hallgerður ætlar þú að vera í eyjum á goslokahelginni?

Ég þakka þennan hlýhug til mín og bataóskir

Guðjón H Finnbogason, 19.3.2008 kl. 18:32

14 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll aftur Guðjón, jú Halldór bróðir er stundum kallaður Dóri, en skrýtið að hann skyldi ekki vera kallaður Halli eins og afi okkar í föður ætt sem hann heitir eftir( Halli á Garðstöðum). Það er rétt hjá Hallgerði með goslokahátíðina. Kær kveðja frá Eyjum í bili.

Helgi Þór Gunnarsson, 19.3.2008 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband