Hvað er sumarlegra en ferskt rósavínsglas með sumarsalatinu, nú eða jafnvel steikinni, fisknum...?

Rósavín passa nefnilega nánast með hverju sem er og er að mörgu leyti vanmetið sem vín. Þótt Ítalir séu fyrst og fremst þekktir fyrir rauðvín sín, s.s. eins og barbera, barolo, lambrusco og barbaresco er um auðugan garð að gresja í rósavínsgarði þeirra.

Fyrir þá sem leggja leið sína til Ítalíu bendi ég á eftirfarandi spennandi rósavín: Montepulciano d´Abruzzo Cerasuolo frá Cataldi Madonna.

Þeir sem dvelja við Gardavatnið ættu að prófa Garda Classico Chiaretto ´03 frá Pasini með blönduðu sjávarrétunum sínum.

Vesuvio Lacryma Christi ´03 er eitt besta vín Campaníuhéraðs og þeir sem eru á Napólíslóðum ættu að reyna að bragða þær guðaveigar. Sá sem það framleiðir heitir De Angelis og víngerðin er í Via Marziale, 14 Sorrento.

Lígúríuvínin eru létt í sér og héraðið er frægt fyrir Pigato-hvítvín sitt sem hentar sérstaklega vel með mat héraðsins, s.s. pasta með pestó og blönduðum sjávar- og grænmetisréttum. En "hitt" Lígúríuvínið er rósavín sem rennur ekki síður ljúflega niður með léttum réttum og er alltaf á boðstólum á veitingahúsum við strandlengjuna, það er nóg að biðja um "vino rosato".

 
Þessi rívíerukisi gæti verið að hugsa:
"Gott væri nú að fá rauðvínssopa með þessu salati!"

  • Greipaldin- og avókadósalat með limesnittum

    Þetta frískandi salat má bæði hugsa sér sem óvenjulegan og elegant léttan aðalrétt í sumarkvöldverð eða á hlaðborð í garðveisluna. Þeir sem vilja geta bætt rækjum út á salatið.

    Handa fjórum

    2 þroskaðir avókadó
    2 tsk sítrónusafi
    1 stórt greipaldin, afhýtt og skorið gróft
    4 jólasalöt (belgískt salat), skolað, laufin aðskilin eða allt saxað gróft
    2 tsk sykur

    salatsósa:
    Hrærið saman eftirfarandi:
    2 msk ólíuolía
    ½ tsk fljótandi hunang
    ½ tsk Dijonsinnep
    salt og pipar
    1 marinn hvítlauksgeiri

Skerið avókadó eftir endilöngu, fjarlægið steina og skerið eftir endilöngu í sneiðar og skerið avókadókjötið innan úr eða látið hvern og einn um það. Raðið á diska ásamt jólasalatinu, dreifið greipaldinbitum og ef vill rækjum yfir. Hellið salatsósunni jafnt yfir.

Berið gott brauð, e.t.v. snittubrauð fram með salatinu. Hugmynd: Skerið snittubrauð í langar skáhallar sneiðar, hitið augnablik á pönnu eða í ofni, þar til rétt stökkar og smyrjið sneiðarnar með linu smjöri sem safa úr hálfu lime hefur verið hrært saman við. Skerið út þunnar ræmur úr berkinum og komið 1-2 fyrir ofan á hverri snittu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband