Veisla í vikulokin - Grillaðir kryddlegnir humarhalar


Uppskrift fyrir fjóra:

1 kíló humarhalar í skel
1 saxaður laukur
125 ml hreint jógúrt
1/2 tsk turmeric (Rajah)
1/2 tsk rauður chilipipar í duftformi (Rajah)
1 msk paprikuduft (Rajah)
1 tsk ferskur rifinn engifer
2 hvítlauksgeirar
1 tsk sítrónusafi

Afþýðið, þvoið og þerrið humarhalana vel með eldhúspappír. Humarinn er eldaður í skelinni. Setjið saxaðan laukinn ásamt jógúrt og restini af hráefnunum í matvinnsluvél og blandið vel, þar til úr verður mjúkt mauk. Setjið humarinn í skál og hellið marineringunni yfir, þekið með plastfilmu og látið bíða yfir nótt í kæli. Raðið humrinum á bökunarplötu og grillið í nokkrar mínútur. Penslið 2-3 sinnum jógúrtsósunni yfir á meðan. Berið halana fram undir eins sjóðheita með eftirfarandi salati.

*Gott er að notast við fiskitöng til að koma humarhölunum fyrir á fatinu eða diskunum til þess að minni hætta sé á að þeir klessist eða brotni.

*Skreytið t.d. með fersku kóríander-, eða estragonlaufum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband