Tortillas lasagne með nautahakki og ostasósu

Uppskrift fyrir fimm:

450 gr. nautahakk
5 stk. Santa Maria Garlic Tortilla (10")
2 1/2 dl. Santa Maria Taco sósa, mild eða hot
1/2 dl. tómatpúrra
2 laukar
1 tsk. salt
1 msk. hvítlaukur
25 gr. matarolía til steikingar

Ostasósa:
10 gr. smjör
1 msk. hveiti
2,5 dl. upphituð mjólk
2-3 dl. tilbúin ostasósa

 

Steikið lauk, nautahakk og tómatpúrru í matarolíu. Bætið við Taco sósu, salti og hvítlauk. Steikið í u.þ.b. 3 mínútur.

Hitið smjörið í potti og blandið saman hveitinu. Hrærið saman mjólkinni og látið malla við vægan hita í u.þ.b. 3 mínútur. Blandið nú við ostasósunni og bragðbætið með salti.

Hellið þunnu lagi af ostasósu í eldfast mót. Setið á víxl tortillur, kjöt og ostasósu. Hafið seinasta lagið með ostasósu. Skreytið með tómatsneiðum og rifnum osti. Hitið í ofni í 15 mínútur, við 200°C.

Berið fram með salati.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 133023

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband