Er þetta ásætanlegt

27. mars 2008

Áfengisneysla komin í 7,53 alkóhóllítra á mann

eftir Ara Matthíasson

 

Áfengissala hér á landi var um 1.852 þúsund alkóhóllítrar árið 2007 á móti 1.722 þúsundum alkóhóllítra árið 2006. Aukningin er um 7,6% milli áranna. Salan samsvarar 7,53 alkóhóllítrum á hvern íbúa 15 ára og eldri, en var 7,20 alkóhóllítrar á árinu 2006. Sú aukning er 4,6% milli ára. Í lítrum talið var aukningin um 7% milli ára, úr 23,2 milljónum lítra árið 2006 í 24,8 milljónir lítra árið 2007.

 

Ljóst er að heldur dregur saman með drykkju manna á Norðurlöndum þannig að þeir sem drukku mest draga úr drykkju sinni, en hinir sækja í sig veðrið. Íslendingar sem minnst drukku árið 1996 eru þannig komnir upp fyrir Norðmenn, Svía og Færeyinga. Það má einnig sjá að Finnar hafa tekið mikið stökk og er helsta ástæða þess lækkað verð og aukið aðgengi. Þær ástæður hljóta einnig að vega þungt í aukningu áfengisneyslu á Íslandi.

 

Þessar upplýsingar Hagstofunnar koma læknum SÁÁ ekki á óvart því á sjúkrahúsinu Vogi hefur vandi hinna eldri farið vaxandi, en þeir eru að miklu leiti að leita sér aðstoðar vegna dagdrykkju:

 

 

Það vekur athygli nú um páskana stóð ÁTVR fyrir auglýsingaherferð þar sem vakin er athygli á þjónustu sem boðið er upp á og opnunartíma um páskana. Nú verður ekki séð af þessum auglýsingum að þær séu til þess fallnar að markmiðum sem sett eru fram í heilbrigðisáætlun og lúta að því að draga úr drykkju landsmanna. Sala áfengis í lítrum af hreinu alkóhóli jókst eins og sjá má af tölum Hagstofunnar og er það auðvitað í takt við lækkað verð á áfengi, fjölgun útsölustaða og lengdan opnunartíma.

 

Með þessari nýju auglýsingaherferð sinni grefur ÁTVR auðvitað undan tilgangi þess að vera með ríkiseinkasölu á áfengi enn frekar á sama hátt og sú ákvörðun að setja áfengi inn í bensínstöðvar á landsbyggðinni gerði á sínum tíma.

 

Það væri gaman ef forstjóri eða einhver stjórnarmaður ÁTVR myndi upplýsa hver tilgangur þessarar auglýsingaherferðar er og þá um leið hvort það sé sannarlega þörf á því,  við núverandi aðstæður þegar áfengisneysla hefur aukist verulega á milli ára, að benda fólki sérstaklega á tilvist verslana sinna, opnunartíma og hvað sé best að drekka  í dymbilvikunni.

 

Höfundur er framkvæmdastjóri félags- og útbreiðslusviðs SÁÁ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll frændi.

Gott að vekja athygli á þessu og aldrei verður það of oft sagt að aukið aðgengi að áfengi eykur neyslu.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.4.2008 kl. 00:22

2 identicon

Sæll. Þetta eru sannarlega sláandi tölur. En ég held að eittt hafi alveg gleymst í þessum tölum og það er sívaxandi ferðamannastraumur til landsins okkar. Eða halda menn kanski að þessir a.m.k. 300.000 ferðamenn sem koma hér árlega séu allir að mæta hér á einhverja templararáðstefnu. Aukningin á erlendum ferðamönnum til Íslands hefur verið gríðarleg s.l. ár og vaxið um tugir prósenta. Þannig að er þar ekki komin stór hluti af skýringuni, einnig erlent vinnuafl sem er hér í mun meir mæli en áður en er ekki skráðir sem hluti af mannfjölda þjóðarinnar. Ég held alveg að það hafi gleymst að draga þessa hluti frá í þessum athugunum.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 08:00

3 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Það má vera að það sé ekki tekið með að ferðamenn komi til landsins.Í þessu yfirliti er held ég gert út frá verslunum ÁTVR til einstaklinga.

Sæl frænka.Ég set alltaf upp spurningarmerki með aðgengið,ef ég ætla að drekka þá drekk ég, það er alltaf hægt að redda brennivíni og peningum fyrir því þannig var það þegar ég var í  drykkju.

Guðjón H Finnbogason, 3.4.2008 kl. 10:17

4 identicon

Eru ekki allir hættir að eyma sinn eigin landa? Það var gert í öðru hverju húsi hér fyrir örfáum árum, þegar efnahagsástandið var ekki það sem það er í dag. Þó salan aukist er ekki endilega neysluaukning. Sölutölurnar segja okkur meira um efnahagsástandið en neysluna. Í kreppu drekkum við landa.

sigkja (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 10:22

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir að birta þetta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.4.2008 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband