Hráskinkurúllur með balsamikediki

1 bréf sæt hráskinka (Fiorucci)
hnefafylli rucola (klettasalat)
2 msk gróft rifinn parmesanostur (Galbani)
salt og pipar
jómfrúrólífuolía (Carapelli)
dreitill af Ortalli -balsamikediki (fæst m.a. í verslunum Hagkaupa)

 

Breiðið úr hráskinkusneiðunum á bakka eða disk. Dreyfið yfir þær parmesanflygsum og gróft söxuðu klettasalati. Létt saltið og piprið. Dreypið ögn af ólífuolíu og örmjóum dreitil af balsamikediki yfir sneiðarnar að lokum. Rúllið þeim þétt upp og skerið í kubba. Stingið tannstöngli í hvern skinkuböggul. Upplagður pinnamatur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Virðist einstaklega gómsætt.

Steingerður Steinarsdóttir, 3.4.2008 kl. 15:18

2 identicon

Hæ pabbi.

Ég mundi alveg sætta mig við þennann rétt næst þegar ég kem í mat til ykkar múttu

Ég er með Helgu Jónu veika heima í dag. Hún er með svo háan hita, hálsbólgu og svo var hún að bæta gubbupestinni við ojjjjjjj þannig að það er stuð á heimilinu

Bið að heilsa mömmu. Elska ykkur

Sibba

Sibba (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 15:53

3 Smámynd: Brynja skordal

Girnilegt og örugglega gott

Brynja skordal, 3.4.2008 kl. 18:07

4 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Vatn í munninn ;)  Þetta er svipað og ég set á pizzabotninn minn þegar hann kemur úr ofninum ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 3.4.2008 kl. 22:37

5 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Vá, hvað þetta lítur vel út, takk fyrir að deila þessari uppskirft með okkur

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 4.4.2008 kl. 11:12

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir þetta frændi.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.4.2008 kl. 01:32

7 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Þú ert bara æði. Takk fyrir allar frábæru uppskriftirnar

Guðborg Eyjólfsdóttir, 6.4.2008 kl. 09:07

8 Smámynd: Guðni Már Henningsson

takk fyrir

Guðni Már Henningsson, 6.4.2008 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband