Fyllt eggaldin með lambakjöti og Manchego

4 lítil eggaldin
350 gr. lambahakk
125 gr. rifinn (mulinn) Manchego ostur frá GARCIA BAQUERO
3 hvítlauksgeirar, saxaðir
3 tsk. malaður kanill
1 laukur, saxaður
1 tsk. söxuð steinselja
125 ml. ólífuolía
1 egg
Salt og pipar

 

Þvoið eggaldinin og skerið þau langsum í tvennt. Tæmið þau að innan með
skeið. Blandið lambakjötinu vandlega samanvið eggin, laukinn, hvítlaukinn,
kanilinn, saltið, piparinn og steinseljuna. Fyllið eggaldin hylkin með
blöndunni. Hitið ólífuolíu í eldföstu móti (diski) og setjið fylltu eggaldinin
í. Stráið Manchego ostinum yfir fyllinguna. Hyljið eldfasta mótið með
álpappír og hitið við 200°C í (forhituðum) ofni í um 40 mínútur. Fjarlægið
álpappírinn 10 mínútum fyrir lok eldamennskunar.
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband