Smjördeigsbaka með trufflukremi

1 pakki frosið smjördeig
4 egg
4 cl rjómi
1 dós ljóst trufflumauk
salt og pipar

 

Fylgið leiðbeiningum á deigpakkanum. Fletjið deigið út á bökunarpappír og klæðið botn og barma bökuforms með því (og pappírnum undir). Smyrjið bökubotninn varlega og jafnt með trufflukreminu.
Þeytið saman egg og rjóma og kryddið með salti og örlitlum pipar.
Hellið eggjarjómablöndunni í deigskelina og bakið við 200° í ca. 15 mín, eða þar til bakan hefur fengið á sig ljósgylltan lit og barmar hennar eru stökkir.
Berið fram með fersku salati, t.d. klettakáli og tómötum úðuðu með góðri ólífuolíu og balsamikediki.

*Í stað trufflumauks má vel nota mörg önnur grænmetiskrem eins og sveppakrem (t.d. Mousse de hongos frá Rosara, fæst í Melabúð) eða vorlauks- og saffranrisottómaukið frá Saclà.

*Hörðustu truffluaðdáendum skal bent á truffluolíuna frá Drogheria & Alimentari, sem gott er að dreypa yfir bökuna og jafnvel salatið og á brauðið með).

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 133012

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband