Þriðjudagur, 8. apríl 2008
Kampavín, trufflur, ást og hamingja!
Senn gengur nýtt ár í garð, enn eina ferðina og miklar væntingar eru gjarnan bundnar gamlárskvöldi ekki síður en komandi ári. Kvöldið á að vera svoooo skemmtilegt og frábært og partýin svooo fjörug og eftirminnileg. Að mínu mati gerir fólk helst til of miklar kröfur til þessa kvölds og endar sumir daga uppi súrir og svekktir í einhverju eftireftireftirpartýi líkt og barn sem ætlaði að fara í dýragarðinn og sjá ljónasýninguna sem lofað var, en fékk þess í stað músasirkus. Það þarf hins vegar svo fátt til að gamlárskvöld "heppnist" vel. Af mat og drykk er gott kampavín þar ofarlega á lista. Það er ekki að ástæðulausu sem þessi frábæri drykkur hefur verið notaður sem tákn fagnaðar og hamingju allt frá uppfinningu hans á 16. öld. Kampavín er notað til að merkja upphaf stórra ævintýra, því er slengt hangandi í litríkum borða utan í skipsskrokka og flæðir í stríðum straumum um brúðkaup álfunnar. Fólk alls staðar í heiminum skálar í víninu á ýmsum hápunktum lífsins. Nýlegar rannsóknir benda svo til að eitt kampavínsglas á dag geti (fyrir flest fólk) geti verið gott fyrir hjartað. Í hugum flestra fylgir kampavín einhverju sætu eða léttum forréttum, þá í hlutverki fordrykks. E.t.v. kemur það á óvart, en kampavín (brut) fer einnig dásamlega vel með hvítum mjúkostum (og þá sérstaklega brieosti). Það rennur og ljúflega niður með mörgum pasta- og smáréttinum. Humar eða ostrur með kampavíni er og unaðslegur samruni. Kampavín skal ætíð drekka kælt (6-8°C), en eldri kampavín mega vera ögn heitari (um 4°C) og val kampavínsglasa er einnig mjög mikilvægt. Háu "flautuglösin" svokölluðu varðveita lengur kampavínsgosið á meðan vínið missir mun fyrr gosið í kampavínsskálaglösum. Síðarnefndu glösin henta betur eldri vínum og flautuglösin hinum yngri sem þurfa að freyða og freyða og freyða... Annað matarkyns sem vart má vanta á gamlárskvöld eru trufflur, hvort sem það eru þessar einu og sönnu úr skógum Ítalíu eða súkkulaðitrufflur. Báðum skal vitanlega skola niður með eðal kampavíni. Síðan er það bara nóg af ást og hamingju! |
Nýjustu færslur
- 2.1.2014 Áramót
- 3.10.2011 Saltfiskur með ólífum, chilipipar og hvítlauk
- 15.10.2009 Innbakað lambafille með Duxelles
- 2.5.2009 Fylltur kjúklingur á ítalska vísu
- 23.4.2009 Lasagne með kotasælu
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
bjarkey
-
bjarnihardar
-
dofri
-
ellidiv
-
estersv
-
georg
-
gmaria
-
gretaulfs
-
gudnim
-
harhar33
-
hector
-
helgigunnars
-
jp
-
juljul
-
klossi
-
kolbrunerin
-
krutti
-
ktomm
-
liljabjork
-
lillagud
-
loathor
-
maggibraga
-
magnolie
-
magnusg
-
magosk
-
margith
-
mariaannakristjansdottir
-
neytendatalsmadur
-
omarpet
-
palmig
-
pandora
-
ranka
-
saelkeri
-
sax
-
sibbulina
-
siggagudna
-
siggith
-
skordalsbrynja
-
skulablogg
-
slembra
-
solir
-
steingerdur
-
sur
-
thrudur
-
tildators
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vestskafttenor
-
vga
-
zunzilla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég á Króatíska truffluoliu.
Hólmdís Hjartardóttir, 9.4.2008 kl. 03:34
Sæll Guðjón. Í gær gekk ég um Austurvöll með nafna þínum Kristjánssyni og talaði um að vorið væri að koma. Hann hló og sagði mér sögu af Vestfirðingi sem átti það til að tala um að vorið væri að koma og þá brást ekki að það fór að snjóa. Þegar ég leit út í morgun var snjór yfir öllu.
Þegar ég kíki á bloggið ert þú að gefa uppskrift að góðu gamlárskvöldi. Þó greinin sé góð er ég að spá í að leggja mig bara aftur
kveðja til þín Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 9.4.2008 kl. 07:38
Hef verið heima í flensu síðustu daga. Þegar ég las bloggið þitt í morgun Guðjón, þá hélt ég að ég hefði misst úr marga mánuði. En svo sá ég 259 dagar til jóla. Takk fyrir skemmtilegan fróðleik. Alltaf gaman að kíkja inn hjá þér.
Steinunn Þórisdóttir, 9.4.2008 kl. 09:22
Guðjón H Finnbogason, 9.4.2008 kl. 12:32
Hæ Pabbi. Flott mynd af þér og Mikael Loga:) Ég þarf svo á mömmu að halda núna:( ég er með 39stiga hita og hálsbólgu hehehehe vantar múttu til að leggja hendina á ennið á mér og segja að allt lagist þetta fljótlegahehehe. Ég verð aldrei of gömul fyrir mömmu og pabba knús.
Elska ykkur. Þín Sigurbjörg Guðleif
Sigurbjörg Guðleif, 9.4.2008 kl. 16:32
koss og knús Allý
Alexandra Guðný Guðnadóttir, 9.4.2008 kl. 16:45
Sigurbjörg mín ég vona að þú lagist af þessari pest,ég vona líka að við verðum alltaf til staðar.
Guðjón H Finnbogason, 9.4.2008 kl. 18:43
Alexandra mín vona að alt gangi vel hjá þér
Guðjón H Finnbogason, 9.4.2008 kl. 18:44
Pabbi minn þið eruð alltaf til staðar. Þó að ég sé ekki dugleg að kíkja til ykkar og hringja þá eruð þið alltaf í huga mér. Ég gæti ekki hugsað mér betri foreldra þið eruð hetjurnar mínar og ég elska ykkur ótakmarkað....
Sigurbjörg Guðleif, 9.4.2008 kl. 20:56
Sæll Guðjón. Já það er alveg rétt það er enn vetur. Í bakgarðinum hjá mér núna er bara snjór og sjór. Mér til málsbóta er að ég er nýkomin frá Spáni og þyrstir í vorið til þess einmitt að geta haldið áfram að spila golf. Ert þú golfari? Má spyrja um klúbb og forgjöf? Ég er í stjórn LEK ( Landssamband eldri kylfinga) og spila mest á mótum hjá þeim. Það er nú hætt við því að það hafi snjóað oft ríflega á sumardaginn fyrsta hér áður og fyrr þegar maður bjó fyrir norðan og vestan. Hvar fyrir norðan varst þú? Bestu kveðjur Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 10.4.2008 kl. 00:26
Skemmtileg færsla takk fyrir mig
Brynja skordal, 10.4.2008 kl. 12:30
Ég spila mikið golf þegar ég get en undanfarin sumur hefur þetta verið meira af áhuga en heilsu bakið hefur heft mig mjög.Ég byrja á 28 í forgjöf núna og held að ég komi til með að geta spilað vel í sumar,síðasta aðgerðin tókst vel og verkir í fótum eru ekki eins miklir og þeir voru,ég vona líka að geta farið að fara út á sjó.Ég spila í G.R. en það er fyrsta árið mitt þar var í G.K.G. í 10 ár.Ég bjó á Sauðárkróki.
Brynja mín njóttu vel
Guðjón H Finnbogason, 10.4.2008 kl. 14:19
Ég borðaði einu sinni rétt sem var búin til úr truflusvepp.Hef ekki fengið annað eins lostæti fyrr eða síðar.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 16:33
Guðjón H Finnbogason, 10.4.2008 kl. 19:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.