Barolo Chinato Cocchi

Tegund: Kryddvín
Land: Ítalía
Hérað: Piemonte
Svæði: Asti
Framleiðandi: Giulio Cocchi
Berjategund: Barolo , kínín , Maríuvöndur (Gentianella campestris) , rabarbari
Styrkleiki: 16,5%
Stærð: 50 cl
Verð: sjá verðlista

 

Hér er á ferðinni afar sérstakt vín. Vín úr baroloþrúgum bragðbætt með rabarbara- og maríuvandarrót og kínatrjáberki, en slík vín hafa löngum verið búin til í Piemontehéraði og urðu vinsæl á Ítalíu sökum lækningarmátts sem vínið er talið hafa við hinum ýmsu kvillum, s.s. kvefi og er það þá gjarnan drukkið heitt sem "vin brûlé".

Giulio Cocchi kom víninu á kortið með uppskrift sinni frá 1891 og í dag nýtur vínið sífellt meiri vinsælda t.d. sem valkostur við önnur "vino da meditazione" eins og portvín, marsala og múskatvín. Tilvalið eftir mat og við ýmis tækifæri. Á undanförnum árum hefur vínið skapað sér nafn sem "súkkulaðivín", þar sem það þykir passa einstaklega vel með dökku súkkulaði og þess má geta að konfektgerðarmaðurinn Andrea Slitta sem vann gullverðlaun bæði á Grand Prix de Chocolaterie di Parigi árið 1994 og á Súkkulaðiólympíuleikunum Berlín 1996, framleiðir súkkulaðimola sem innhalda barolo chinato sem bragðast náttúrlega ómótstðliega með víninu. Prófið vínið t.d. með fanskri súkkulaðiköku.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband