Einföld súkkulaðikaka með möndlum

225 gr. dökkt Lindt súkkulaði, brotið í bita
225 gr. ósaltað, mjúkt smjör
225 gr. strásykur
225 gr. malaðar möndlur
6 egg, eggjahvítur og rauður aðskildar

 

Forhitið ofninn í 150°C.

Setjið súkkulaðið í matvinnsluvél og malið það (gróft). Blandið síðan súkkulaðinu og möndlunum saman og setjið til hliðar.

Setjið smjörið og sykurinn í skál og þeytið með handþeytara, þar til verður ljóst og létt.

Bætið eggjarauðunum út í, einni í einu, og svo súkkulaðinu og möndlunum.

Setjið eggjahvíturnar í aðra skál og þeytið þar til þær verða stífar. Setjið 1/4 af eggjahvítunum út í súkkulaðiblönduna, hrærið varlega í, og bætið svo afgangnum af eggjahvítunum út í.

Hellið blöndunni í smurt bökunarform (20 cm.) og bakið í ca. 45 mín., eða þar til kakan er bökuð í gegn.

 

 

Undirbúningstími: 10 til 14 mínútur

 

Eldunartími: 45 mínútur

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Ræðst á þessa hið snarasta og hef hana í hvert mál, takk fyrir mig

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 11.4.2008 kl. 00:00

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég snarfitna bara við að lesa þetta

Hólmdís Hjartardóttir, 11.4.2008 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband