Kræklingasúpa

Fyrir 6 manns


Innihald:

24 stk hreinsaðan ferskan krækling(má setja krækling úr dós)
500  gr hvítur fiskur, roðlaus og beinlaus (t.d ýsa eða smálúða).
1 stk sellerystöng
1 stk meðalstærð af lauk
1 stk gulrót
1 ½  L kalt vatn(6 bollar)
30 gr smjör
3 msk hveiti
2 tsk karrý
2 msk tómatpaste(ekki tómatpurré)
2 stk  teninga af kjúklingakraft
2 stk gróf saxaðir tómatar
2 msk söxuð steinselja
salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

1  Hreinsið kræklingin.

2  Skerið fiskin í bita. Skrælið og skerið í bita gulrótina, laukinn og sellerystöngina. Setjið fiskinn í pott ásamt grænmetinu og vatninu og látið suðuna koma upp og lækkið hitan um helming og látið malla í ca.15 mínútur.

3  Sigtið, bræðið smjörið í pottinum og setjið hveitið og karrý útí og hrærið vel saman.  Setjið tómatpaste og fiskisoðið útí og hrærið í þangað til að súpan byrjar aðeins að þykkna, setjið þá kjúklingakraftin og tómatana útí og látið sjóða í 1 mínutu.

4  Setjið kræklingin og fiskin útí og látið malla í 5 mínutur eða þangað til kræklingurinn opnast (fjarlægið kræklingana sem opnast ekki)  Kryddið með salt og pipar eftir smekk og setjið steinseljuna útí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 133022

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband