Laugardagur, 12. apríl 2008
Aðferðir við að laga kaffi:
Til eru mismunandi aðferðir við að búa til kaffi. Afraksturinn er nokkuð misjafn eftir því hvaða aðferð er notuð, bæði hvað varðar bragðgæði og efnislegt innihald drykkjarins. Í öllum tilfellum ber þess þó að gæta að hitastig sé sem næst suðumarki þegar vatnið fer í gegnum kaffið. Þannig nást hámarks bragðgæði út úr kaffinu. Einnig ber að varast að láta vatn og kaffi liggja lengi saman. Því skemur sem það tekur, því minna af óæskilegum eiginleikum kaffisins leysast úr læðingi, t.a.m. koffein. Espresso er á ítölskum heimilum lagað í mokkavél. Vélin er samansett úr þremur hlutum. Í neðsta hluta vélarinnar er sett kalt vatn, þá kemur kaffið í síuna. Að lokum er efsti hluti vélarinnar skrúfaður saman við þann neðri. Vélin er sett á eldavélahellu við efsta straum. Þegar suðan kemur upp myndast þrýstingur og vatnið þrýstist upp í gegnum kaffið, þá má slökkva á hellunni. Þegar hættir að krauma í vatninu er kaffið tilbúið í efsta hlutanum. Hrærið lítillega í nýlöguðu kaffinu og berið fram beint úr vélinni. Kaffið hefur mikil bragðgæði, er nokkuð þykkt og með mikinn og góðan ilm. Espresso má einnig laga úr rafknúinni espressovél. Þær vélar gefa mjög góðan árangur, enda nær sú aðferð ávallt hámarks bragðgæðum sem kaffibaunin býr yfir. Venjulegur uppáhellingur er sívinsæl aðferð á Íslandi. Hellið örlitlu magni af sjóðandi vatni yfir kaffið til þess að bleyta í því. Bíðið í tvær mínútur áður en afgangnum er hellt í gegnum kaffið. Hellið vatninu í litlum skömmtum í síuna. Sjálfvirkar kaffivélar eru einnig til þess fallandi að laga slíkt kaffi. U.þ.b. 7 - 7,5 gr. af Lavazza þarf fyrir hvern bolla af slíku kaffi. Pressuvélar bjóða upp á fljótvirka og einfalda leið til að laga kaffi. Bestur árangur fæst ef kaffivélin er hituð áður. Kaffið er sett neðst í vélina, og vatni sem næst suðumarki hellt saman við. Hrærið saman vatni og kaffi og látið standa í 3 mínútur áður en síunni er þrýst niður í gegnum kaffið. Kaffið er best ef það er drukkið sem fyrst eftir lögun þess. |
Nýjustu færslur
- 2.1.2014 Áramót
- 3.10.2011 Saltfiskur með ólífum, chilipipar og hvítlauk
- 15.10.2009 Innbakað lambafille með Duxelles
- 2.5.2009 Fylltur kjúklingur á ítalska vísu
- 23.4.2009 Lasagne með kotasælu
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
bjarkey
-
bjarnihardar
-
dofri
-
ellidiv
-
estersv
-
georg
-
gmaria
-
gretaulfs
-
gudnim
-
harhar33
-
hector
-
helgigunnars
-
jp
-
juljul
-
klossi
-
kolbrunerin
-
krutti
-
ktomm
-
liljabjork
-
lillagud
-
loathor
-
maggibraga
-
magnolie
-
magnusg
-
magosk
-
margith
-
mariaannakristjansdottir
-
neytendatalsmadur
-
omarpet
-
palmig
-
pandora
-
ranka
-
saelkeri
-
sax
-
sibbulina
-
siggagudna
-
siggith
-
skordalsbrynja
-
skulablogg
-
slembra
-
solir
-
steingerdur
-
sur
-
thrudur
-
tildators
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vestskafttenor
-
vga
-
zunzilla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.