Kaffi á Ítalíu

Kaffi barst til Ítalíu, nánar tiltekið til Feneyja, um 1570, þegar læknir nokkur að nafni Prospero Alpino kom með nokkra sekki af grænum kaffibaunum frá Egyptalandi. Þar hafði hann fylgst með fólki útbúa mjöð sem fólst í því að rista kaffibaunir, mala kaffið og síðan sjóða saman í drykk. Eftir að Feneyjar urðu miðstöð viðskipta við Austurlönd, barst kaffi sjóleiðina þangað í síauknum mæli og urðu Feneyjabúar eðlilega þeir fyrstu til að nýta sér þennan einstaka drykk.

Fyrsta kaffibúðin var opnuð í Feneyjum árið 1683 og í kjölfarið opnuðu fleiri búðir og kaffibarir víðs vegar um Ítalíu, í Torino, Genova, Mílanó, Flórens, Róm og Napolí. Segja má ástríðan hafi gripið Ítali heljartökum við uppgötvun kaffisins; útbreiðsla kaffibúðanna var það hröð að yfirvöld í Feneyjum fundu sig knúin til að hefta frekari útbreiðslu þeirra um tíma.

Kirkjunnar menn á Ítalíu voru heldur ekki sannfærðir um ágæti drykkjarins, kölluðu hann "drykk djölfulsins" og hvöttu páfann til að banna kaffi. Til allrar lukku bað páfinn um að fá að smakka umræddan drykk, áður en hann kvað upp úrskurðinn. Eftir að hafa smakkað kaffi segir sagan að páfi hafi brosað breitt og sagt: "þessi drykkur er svo himneskur að það væri synd að leyfa einungis trúleysingjum að njóta hans. Við getum sigrað Satan með því að gefa kaffi blessun okkar". Og þar með hófst útbreiðsla kaffis um Ítalíu fyrst fyrir alvöru.

Kaffihúsamenningin blómstraði á Ítalíu þegar á átjándu öld, í öllum stéttum samfélagsins. Kaffi fékk þó strax á sig ímynd fágunar og menningar, sem útskýrir líklega best það vægi sem kaffi hefur á Ítalíu og hversu alvarlega Ítalir taka kaffi og öllu sem að því snýr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband