Espresso Italiana

1 einfaldur Lavazza espresso kaffi (dökkar baunir)
Smá múskat

 

Lagið einfaldan espresso og stráið smá múskati og 1-2 kaffibaunum ofan í espresso bollann og drekkið.

 

 

Undirbúningstími: enginn

 

Eldunartími: tíminn til að laga kaffið

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll frændi.

Já það er list að laga kaffi.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.4.2008 kl. 01:50

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Verður það að vera Lavazza?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 13.4.2008 kl. 03:04

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þetta er nú með því flóknara....

verður maður þá að mala baunirnar fyrst? Hvernig gerirðu það? Þegar þú setur baunirnar ofan í espresso bollan eru þær þá heilar?

Langar í gott kaffi akkúrat núna! Annars bara góð

Hrönn Sigurðardóttir, 13.4.2008 kl. 08:53

4 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sæl frænka.Þú manst eftir því þegar var verið að baka baunirnar í ofninum í eldhúsinu,hún amma þín gerði mikið af því og flatkökurnar hennar urðu frægar í sveitinni fyrir gæði.

Lilja.Lavazza auglýsa þetta.

Hrönn.Þú kaupir mölunar maskínu hún er til í öllum búðum sem selja kaffikönnur,mér finnst mikill munur að mala sjálfur ég er fyrir sterkt og gott kaffi,hellst upp á gamla móðinn uppáhellt.

Guðjón H Finnbogason, 13.4.2008 kl. 12:38

5 identicon

 ummm ég er kaffikona

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 15:57

6 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Birna mín ég drekk mikið kaffi en ég vil hafa kaffið sterkt og gott þá drekk ég minna,heldur en vont kaffi þá drekk ég meira.Þegar ég var að mæta á vaktina í eldhúsið um kl.tíu á morgnana þá malaði ég baunir og fékk sterkt kaffi og gott  og þá var bolli nóg en ef ég þurfti að drekka sírópskaffi þá dugði ekki minna en þrjá bolla.Það er til skammar að kaffihús skuli bjóða uppá sírópskaffi.

Guðjón H Finnbogason, 13.4.2008 kl. 19:15

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þekkir þú ristrettto??

Hólmdís Hjartardóttir, 14.4.2008 kl. 02:51

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég á 4 espressokönnur. 3 á hellu og eina til að stinga í samband. Og svo venjulega kaffivél. Í vietnam keypti ég enn eina teg af kaffivel. Sem er engin vél. það er hellt upp á einn bolla í einu. Kaffi þar í landi er mjög gott og er landið einn stærsti kaffiframleiðandinn.

Hólmdís Hjartardóttir, 14.4.2008 kl. 02:56

9 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sæl Hólmdís.Ristretto það klingir í bjöllu en tekur stund að koma fram

Guðjón H Finnbogason, 14.4.2008 kl. 13:20

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ristretto er uþb helmingi sterkara en espresso....færð nokkra millilítra ef þú pantar slíkt kaffi.

Hólmdís Hjartardóttir, 15.4.2008 kl. 01:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband