Mannaveiðar

Frábærir þættir í Ríkissjónvarpinu,sést vel hvað kvikmyndagerð hefur þroskast vel hér á landi,leikarar góðir og efnið líka.B.B.B.á þakki skyldar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei - Mannaveiðar er ekki góð þáttaröð. Það er lengi hægt að telja upp aðfinnslur en það er auðveldara að segja hvað stóð uppúr: Ólafur Darri. Hann bar þáttaröðina uppi svo lengi sem það hélt. Fléttan var aum og uppgjörð laust við allt hugmyndaflug. Mannaveiðar er þáttaröð sem fær falleikunn og það sem er sennilega best er að í framtíðinn er bara hægt að gera betur.

Finnbogi Marinosson (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 21:32

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég gafst upp eftir 5 mínútur af fyrsta þættinum; ég hugsaði: æ nei, ekki enn ein svarthvít Sænsk sjónvarpssería um leiðinlegt fólk sem talar stundum um eitthvað morð - þegar það hefur ekki einhver persónuleg vandamál að nöldra útaf.

Svo var reykjandi meinatæknir líka... Ég er viss um að það var krufning, þar sem kryfjarinn var að borða pizzu á meðan hann krufði, a la Taggart, og aðal löggan fór aldrei úr frakkanum sínum.

Hvar eru þyrlurnar?  Hvar eru bílaeltingarleikirnir og skotbardagarnir?  Og geimverur, það þarf fleyri geimverur.

Ásgrímur Hartmannsson, 13.4.2008 kl. 22:44

3 Smámynd: Hundshausinn

Hið ágætasta sjónvarpsefni. Efnistök með hliðsjón af áhorfi almennings sem og líklegum áhuga annarra sjónvarpsstöðva (erlendis) á þáttunum voru með besta móti. Gefur þeim dönsku lítið eftir. Miklu betri en þeir amerísku (enda standa efnistökin og umhverfið áhorfendum nær). Landslagið var greinilega notað með það í huga. Týpugerðin tókst vel og fléttan (fyrir áhorfendur) heppnaðist fram í byrjun fjórða þáttar.
Lögreglumenn hér á landi hafa sem betur fer ekki reynslu af slíkum viðfangsefnum. Lýsingar á vinnubrögðum þeirra hingað til voru því "sjónvarpskenndar", en fyrirsjáanlegar...
Til hamingju með hið hlutdeildina í hinni miklu framsókn boðlegs afþreyingarefnis fyrir sjónvarpsáhorfendur. Ef framhaldið verður í samræmi við nútíðina lofar framtíðin afar góðu... 

Hundshausinn, 13.4.2008 kl. 22:45

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Fínir þættir

Hólmdís Hjartardóttir, 13.4.2008 kl. 23:29

5 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Ég gat amk alveg skemmt mér yfir þessum þáttum ;) segi nú samt ekki að þeir nái danskinum í gæðum,- enda gera þeir svo gasalega frábæra þætti !!!

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 13.4.2008 kl. 23:58

6 identicon

Alveg þokkalegir þættir,eneins og lenska er í svona þáttum er talað mál oft yfirgnæft með endalausum hávaða. Þetta þarf Edduverðlaunahljóðmaður að athuga. Vil gjarnan sjá skoðanir annara á þessu.

Olgeir Engilbertsson (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 12:38

7 Smámynd: Sigurbjörg Guðleif

Mér fannst þessir þættir mjög góðir og spennandi. Frábært hvað íslenskir þættir eru að aukast......

Sigurbjörg Guðleif, 14.4.2008 kl. 16:15

8 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Frændi, því miður á ég eftir að horfa á þættina, búið að vera svo mikið að gera út á sjó, svona hálfgerð vertíðarstemning. Kær kveðja frá Eyjum í Bíðunni.

Helgi Þór Gunnarsson, 14.4.2008 kl. 20:01

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég hafði virkilega gaman af þessum þáttum.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.4.2008 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband