Þriðjudagur, 15. apríl 2008
Saltfiskur með ólífum, chilipipar og hvítlauk
|
Fyrir 4 Innihald: 800 gr útvatnaður saltfiskur 1 dl ólífuolía 2 stk chilipipar, kjarnhreinsaður og skorin í ræmur 100 gr svartar ólífur, heilar, steinlausar 5 stk hvítlauksgeirar skornir í þunnar sneiðar 1 msk paprikuduft 100 ml hvítvín 2 msk söxuð steinselja Aðferð: 1 Skerið saltfiskinn í hæfilega bita og veltið upp úr hveiti. Steikið í vel heitri olíunni í 4-5 mínútur 2 Bætið í vel heita olíunna hvítlauknum og chilipiparnum. Steikið þar til léttbrúnt og bætið þá í paprikuduftinu og ólífunum. Að síðustu hellið hvítvíninu útí og látið krauma saman, sjóðheitt stutta stund. 3 Látið fiskinn á fat og hellið sósunni yfir. Stráið steinseljunni yfir. Má setja í ofn rétt áður en rétturinn er borin fram. Þessi réttur er mjög sterkur. Framreiðið með kartöflum og soðnu grænmeti. Einnig gott að framreiða Aioli-sósu með réttinum. |
Nýjustu færslur
- 2.1.2014 Áramót
- 3.10.2011 Saltfiskur með ólífum, chilipipar og hvítlauk
- 15.10.2009 Innbakað lambafille með Duxelles
- 2.5.2009 Fylltur kjúklingur á ítalska vísu
- 23.4.2009 Lasagne með kotasælu
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
bjarkey
-
bjarnihardar
-
dofri
-
ellidiv
-
estersv
-
georg
-
gmaria
-
gretaulfs
-
gudnim
-
harhar33
-
hector
-
helgigunnars
-
jp
-
juljul
-
klossi
-
kolbrunerin
-
krutti
-
ktomm
-
liljabjork
-
lillagud
-
loathor
-
maggibraga
-
magnolie
-
magnusg
-
magosk
-
margith
-
mariaannakristjansdottir
-
neytendatalsmadur
-
omarpet
-
palmig
-
pandora
-
ranka
-
saelkeri
-
sax
-
sibbulina
-
siggagudna
-
siggith
-
skordalsbrynja
-
skulablogg
-
slembra
-
solir
-
steingerdur
-
sur
-
thrudur
-
tildators
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vestskafttenor
-
vga
-
zunzilla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég elska saltfisk....en finnst þeir útvatna hann of mikið við Miðjarðarhafið.
Hólmdís Hjartardóttir, 15.4.2008 kl. 12:33
Sæl Hólmdís mín.Þurrkaður saltfiskur er útvatnaður í tvo sólahringa lætur ekki renna vatn á hann skiptir um vatn tvisvar þá á hann að vera góður.
Guðjón H Finnbogason, 15.4.2008 kl. 12:45
Þar sem mig langar svo að elda saltfisk þá ætla ég að prófa þessa uppskrift í vikunni
Takk pabbi.
Sigurbjörg Guðleif, 15.4.2008 kl. 17:25
Þetta er spennandi uppskrift Guðjón. Við erum oft að prófa ýmsar uppskriftir af saltfiski sem er eins og allir vita, herramannsmatur. Þessa þarf ég að virkja, hún hljómar mjög vel, takk fyrir þetta.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 15.4.2008 kl. 22:29
Guðjón H Finnbogason, 16.4.2008 kl. 17:21
Líst vel á þetta, saltfiskur er herramannsmatur og alltaf gaman að prófa. Verð með matarboð eftir mánuð og þemað verður saltfiskur.
Kveðja,
Ómar Pétursson, 17.4.2008 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.