Ofnbakaður lax með salsasósu

 

Uppskrift fyrir fjóra:

4 laxasteikur, ca. 180 gr. hver
4 Patak´s Pappadums, steiktar og muldar niður
1 msk. Patak´s Madras kryddmauk í dós (mild eða hot)
1 egg, þeytt
Olía til steikingar

Salsasósa:
1 ferskur mangó ávöxtur, skorinn í teninga
100 gr. ferskur ananas, skorinn í teninga
50 gr. rauðlaukur, saxaður
1 grænn chilli pipar (fræin tekin úr)
Nokkur kóríanderlauf, söxuð
Salt

Steikið pappadumskökurnar skv. leiðbeiningunum á umbúðunum. Myljið kökurnar svo niður. Blandið mylsnunni og Madras kryddmaukinu saman. Veltið laxinum upp úr egginu og svo upp úr mylsnunni. Hitið olíuna á pönnu og létt steikið laxinn, ca. 1½ mín. á hvorri hlið. Forhitið ofninn í 200°C. Setjið laxinn í eldfast mót og bakið í ca. 4 mín., eða þar til bakaður í gegn. Berið fram með salsasósunni og hrísgrjónum.

Salsasósa:
Setjið innihaldið í skál og blandið saman. Saltið eftir smekk. Geymið í kæli í 1 klst. áður en borið er fram.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðjón H Finnbogason
Guðjón H Finnbogason

Ég er kokkur og hef unnið við matargerð síða 1963. 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband